Innlent

Lamdi leigubílstjóra í andlitið

Maður er ákærður fyrir að hafa ráðist á leigubílstjóra í apríl á síðasta ári.

Árásin var gerð á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og er manninum gefið að sök að hafa gripið í handlegg leigubílstjórans og slegið hann hnefahögg í andlitið og sparkað í hné hans. Leigubílstjórinn hlaut mar, roða og eymsli í andliti og á hné.

Ákæruvaldið krefst refsingar og leigubílstjórinn fer fram á skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×