Innlent

Framkvæmdir skornar niður

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru.

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að ákvörðunin nái hugsanlega til Sundabrautar en einkum nái hún til vegaframkvæmda á Vestur- og Norðausturlandi sem verða boðnar út síðar á þessu ári og því næsta.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ákvörðunin snerti fáar framkvæmdir innan heilbrigðisráðuneytisins. Verið sé að kanna hvort hún geti haft áhrif á viðbyggingu á Siglufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×