Innlent

Varnarliðsþotur ógna fuglum

Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gærmorgun að sögn Gísla Kristjánssonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. "Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði," segir hann.

Hann segir að það sé mikið sjónar­spil þegar fuglinn fælist í svona stórum hópum og telur að flugmennirnir geri þetta til að verða vitni að slíku sjónarspili. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa varnarliðsins, Friðþór Eydal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×