Innkaupasamlag gegn háu lyfjaverði 29. júní 2006 07:30 Misbrestur á ódýrari samheitalyfjum Frumheitalyfin hafa lækkað verulega í verði, að mati heilbrigðisráðherra, en misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu flutt inn. Markaðurinn virðist því ekki hafa skilað lægra verði. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið sé með það til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Þetta yrði gert til að vinna gegn háu lyfjaverði. Ráðherra hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem stofnunin er beðin um að brýna fyrir lyfjafræðingum að upplýsa sjúklinga um ódýrari samheitalyf, sé verðmunur frumlyfja og samheitalyfja meiri en fimm prósent. Jafnframt er stofnunin beðin um að ítreka "þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur, sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissviptingar," eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lyfjaverðskönnun ASÍ sýndi nýlega að lyfjaverð er hátt á Íslandi og að lyfjafræðingar hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum láti undir höfuð leggjast að benda á ódýrari samheitalyf sem hafa sömu virkni og eru jafngóð og frumlyfin en bara ódýrari. "Frumlyfin hafa lækkað verulega með samningum við þá sem selja frumlyfin en takmarkað magn af samheitalyfjum er flutt inn. Misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu hér á markaði," segir Siv og hefur efasemdir um árangur markaðslögmálanna við að ná niður lyfjaverði. "Þegar maður horfir á muninn á verði lyfja hér og erlendis þá virðist markaðurinn ekki hafa skilað lægra verði. Það er mjög sérstök staða að þurfa að fara að flytja inn lyf með innkaupasamlagi en hugsanlega eina svarið miðað við þá stöðu sem við erum í í dag," segir hún. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að sér lítist ekkert á það að ríkið setji upp innkaupasamlag. Ríkið ætti að kanna hvort markaðurinn hafi brugðist, velta fyrir sér hvers vegna ef svo reynist vera og hvaða úrræði séu þá til staðar. "Ég fæ ekki séð af hverju ríkið ætti að geta gert þetta betur en einhver annar," segir hann og bætir við að lyfjaverð á frumlyfjum sé orðið lægra hér en í Danmörku. Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, mótmælir því harðlega að lyfjafræðingar standi sig ekki í stykkinu við að benda á ódýrari samheitalyf. Það komi berlega í ljós í könnun ASÍ. Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið sé með það til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Þetta yrði gert til að vinna gegn háu lyfjaverði. Ráðherra hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem stofnunin er beðin um að brýna fyrir lyfjafræðingum að upplýsa sjúklinga um ódýrari samheitalyf, sé verðmunur frumlyfja og samheitalyfja meiri en fimm prósent. Jafnframt er stofnunin beðin um að ítreka "þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur, sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissviptingar," eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lyfjaverðskönnun ASÍ sýndi nýlega að lyfjaverð er hátt á Íslandi og að lyfjafræðingar hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum láti undir höfuð leggjast að benda á ódýrari samheitalyf sem hafa sömu virkni og eru jafngóð og frumlyfin en bara ódýrari. "Frumlyfin hafa lækkað verulega með samningum við þá sem selja frumlyfin en takmarkað magn af samheitalyfjum er flutt inn. Misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu hér á markaði," segir Siv og hefur efasemdir um árangur markaðslögmálanna við að ná niður lyfjaverði. "Þegar maður horfir á muninn á verði lyfja hér og erlendis þá virðist markaðurinn ekki hafa skilað lægra verði. Það er mjög sérstök staða að þurfa að fara að flytja inn lyf með innkaupasamlagi en hugsanlega eina svarið miðað við þá stöðu sem við erum í í dag," segir hún. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að sér lítist ekkert á það að ríkið setji upp innkaupasamlag. Ríkið ætti að kanna hvort markaðurinn hafi brugðist, velta fyrir sér hvers vegna ef svo reynist vera og hvaða úrræði séu þá til staðar. "Ég fæ ekki séð af hverju ríkið ætti að geta gert þetta betur en einhver annar," segir hann og bætir við að lyfjaverð á frumlyfjum sé orðið lægra hér en í Danmörku. Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, mótmælir því harðlega að lyfjafræðingar standi sig ekki í stykkinu við að benda á ódýrari samheitalyf. Það komi berlega í ljós í könnun ASÍ.
Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira