Innlent

Sprunga komin í fjöreggið

Fjöregg Akurnesinga Sú nýlunda er í sumar að frystihúsi HB-Granda verður lokað í fimm vikur og hafa sjö skólakrakkar, sem ráðnir voru í sumarvinnu, verið lánaðir til Norðanfisks sem er í eigu HB-Granda.
Fjöregg Akurnesinga Sú nýlunda er í sumar að frystihúsi HB-Granda verður lokað í fimm vikur og hafa sjö skólakrakkar, sem ráðnir voru í sumarvinnu, verið lánaðir til Norðanfisks sem er í eigu HB-Granda.

Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að frystihúsi HB-Granda hafi aldrei verið lokað í svona langan tíma og því hafi ekkert verið lokað í fyrrasumar. Þetta sé bagalegt fyrir þá skólakrakka sem hafi haft atvinnu í frystihúsinu á sumrin. HB hefur verið fjöregg okkar Akurnesinga í marga áratugi. Núna bendir allt til þess að sprunga hafi myndast í fjöreggið, segir Vilhjálmur og hefur áhyggjur af því að Skagamenn hafi engan til að gæta hagsmuna sinna, þar sem allir stjórnendur HB hafi horfið á braut.

Eggert Guðmundsson, forstjóri HB-Granda, segir að ástæðuna fyrir lokuninni megi finna í kvótastöðunni og verkaskiptingu milli frystihúsa. Þorskur sé unninn á Akranesi og ýsa á Vopnafirði, meira komi til vinnslu á Akranesi á öðrum árstímum. Við notum stoppið til að fjárfesta og byggja upp aðstöðu til móttöku á fiski inn í landvinnsluna fyrir nálægt tuttugu milljónir, segir hann og bendir á að sjö skólakrakkar hafi verið ráðnir inn í vor en lánaðir til Norðanfisks eftir lokunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×