Stund með Steinunni 29. júní 2006 15:00 Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur Skáldsagan Sólskinshestur er komin í kilju og brátt geta nýjungagjarnir lesendur nálgast upplestur höfundarins á netinu. MYND/Hari Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir verður sérstakur gestur fagnaðar í Iðuhúsinu í kvöld. Hún ræðir um landið og ljóðin sín og um netvæddan Sólskinshest. Tilefnið er tvöfalt því nýjasta skáldsaga Steinunnar, Sólskinshestur, sem vakti stormandi lukku í jólabókaflóði síðasta árs er nú komin í kiljuútgáfu en verður jafnframt gefin út sem nethljóðbók og geta áhugasamir lesendur nálgast hana á heimasíðu Eddu útgáfu. Steinunn kveðst sjálf hafa mikinn áhuga á hljóðbókarmiðlinum og nefnir að hún sé sá angi sem best dafni í bókaútgáfu í Þýskalandi. Fyrr í vetur kom skáldsaga Steinunnar, Ástin fiskanna, út þar í landi og hlaut prýðis viðtökur og í vor rataði hún á disk hjá næststærsta hljóðbókaforlagi Þýskalands. Það segir sig sjálft að fólk sem til dæmis situr í bílum, klukkustundum saman á hverjum degi til og frá vinnu, má síður vera að því að fletta bókum en getur hlustað á meðan það ferðast, útskýrir Steinunn. Hún er þó á því að þróunin hér á landi sé hæg miðað við erlendis. Möguleikarnir hér eru ekki nýttir í neinni líkingu við það sem gerist í útlöndum. Blindrabókasafnið hefur til að mynda unnið ótrúlegt starf en möguleikanir til að koma efninu á framfæri eru ennþá takmarkaðir.Þróunarstökk EdduSteinunn er stolt af því að fá að taka þátt í þessari spennandi tilraun hjá Eddu og áréttar að raunar sé verið að hlaupa yfir eitt þróunarstig því skáldsagan er gerð aðgengileg beint á netinu en ekki á diskum enn sem komið er. Þetta verður boðið að kostnaðarlausu, að minnsta kosti til að byrja með og mér finnst þessi hugmynd mjög sjarmerandi. Að mínu mati er ekki verið að taka neitt frá annarri söluvöru heldur styður þetta við annan lestur, segir hún og kveðst vona að þessi framsetning opni leið fyrir nýja lesendur eða hlustendur sem annars myndu ekki fá notið sögunnar. Ljóðabálkur um landiðÞað er líka gaman að hafa fengið að lesa verkið sjálf, ég hef langa reynslu af upplestri og það er ekki sami hluturinn að heyra höfundinn lesa eða einhvern annan. Ég les þetta með tilþrifum held ég, segir hún kímin. Á kvöldvökunni í Iðuhúsinu mun Steinunn opna fyrir aðgang að netútgáfuna en jafnframt lesa úr skáldsögunni. Hallgrímur Thorsteinsson og Ásdís Kvaran munu lesa ljóð eftir Steinunni og Úlfhildur Dagsdóttir flytur stutt erindi um höfundinn og verk hennar. Steinunn mun jafnframt lesa framhald ljóðsins Einu-sinni-var-landið, sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á hátíðahöldunum 17. júní síðastliðinn. Skipuleggjendur hátíðahaldanna fengu Steinunni til þess að yrkja ljóð í tilefni dagsins, líkt og skáldkonan Vilborg Dagbjartsdóttir gerði í fyrra, en Steinunn tók þann kostinn að gera sérstaka útgáfu af ljóði sem tilheyrir samnefndum ljóðaflokki en hluti hans hafði áður hafði birst í Lesbók Morgunblaðsins. Í kvöld mun hún síðan lesa áfram úr bálkinum sem þó ekki er nándar nærri lokið. BreiðfylkinginHún segir að ljóðið sé nokkuð nýstárlegt miðað við önnur ljóð sem íslenskar fjallkonur hafa flutt á þjóðhátíðardaginn. Þarna birtist ný sýn á landið eins og það var þegar fyrsti maðurinn sá það og síðan heldur ljóðið áfram og þegar á líður er það borið saman við landið eins og það er í dag. Það er ekki mjög glæsileg sjón sem blasir við. Ég held að það komi strax fram í þessum fyrsta hluta að mín sýn á þessa eyju er að hún er eitthvað sem er gengið okkur úr greipum. Í ljóðinu er undiralda söknuðar eða eftirsjár eftir glötuðu landi, segir Steinunn. Sleppt eða haldið?Eitt af því sem er gleðilegt við að koma heim til Íslands núna er að sjá að fólk er að vakna. Auðvitað hefur verið mikil reiði í fólki yfir því hvernig farið er með landið en núna er hún að koma upp á yfirborðið, segir Steinunn og bætir því við að fólk hafi verið hrætt við að taka afstöðu í málinu og á sínum tíma hafi margt verið gert til að koma óorði á fólk sem vildi vernda íslenska náttúru. Fyrir einu og hálfu ári stóðu þeir sem enn voru að tala um Kárahnjúka upp úr eins og skotmörk, það er ekki lengur þannig nú er þetta breiðfylking. Leikurinn núna snýst samt um að slá þeim moðreyk í augu fólks að það sé hægt að vera bæði náttúruverndarsinni og landeyðingarmaður. Þetta eru ósættanleg sjónarmið. Þú getur ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Spurningin er bara hversu langt á að ganga með eitt land? Dagskráin í Iðuhúsinu hefst kl. 20 í kvöld og eru allir velkomnir. kristrun@frettabladid.is Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Sjá meira
Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir verður sérstakur gestur fagnaðar í Iðuhúsinu í kvöld. Hún ræðir um landið og ljóðin sín og um netvæddan Sólskinshest. Tilefnið er tvöfalt því nýjasta skáldsaga Steinunnar, Sólskinshestur, sem vakti stormandi lukku í jólabókaflóði síðasta árs er nú komin í kiljuútgáfu en verður jafnframt gefin út sem nethljóðbók og geta áhugasamir lesendur nálgast hana á heimasíðu Eddu útgáfu. Steinunn kveðst sjálf hafa mikinn áhuga á hljóðbókarmiðlinum og nefnir að hún sé sá angi sem best dafni í bókaútgáfu í Þýskalandi. Fyrr í vetur kom skáldsaga Steinunnar, Ástin fiskanna, út þar í landi og hlaut prýðis viðtökur og í vor rataði hún á disk hjá næststærsta hljóðbókaforlagi Þýskalands. Það segir sig sjálft að fólk sem til dæmis situr í bílum, klukkustundum saman á hverjum degi til og frá vinnu, má síður vera að því að fletta bókum en getur hlustað á meðan það ferðast, útskýrir Steinunn. Hún er þó á því að þróunin hér á landi sé hæg miðað við erlendis. Möguleikarnir hér eru ekki nýttir í neinni líkingu við það sem gerist í útlöndum. Blindrabókasafnið hefur til að mynda unnið ótrúlegt starf en möguleikanir til að koma efninu á framfæri eru ennþá takmarkaðir.Þróunarstökk EdduSteinunn er stolt af því að fá að taka þátt í þessari spennandi tilraun hjá Eddu og áréttar að raunar sé verið að hlaupa yfir eitt þróunarstig því skáldsagan er gerð aðgengileg beint á netinu en ekki á diskum enn sem komið er. Þetta verður boðið að kostnaðarlausu, að minnsta kosti til að byrja með og mér finnst þessi hugmynd mjög sjarmerandi. Að mínu mati er ekki verið að taka neitt frá annarri söluvöru heldur styður þetta við annan lestur, segir hún og kveðst vona að þessi framsetning opni leið fyrir nýja lesendur eða hlustendur sem annars myndu ekki fá notið sögunnar. Ljóðabálkur um landiðÞað er líka gaman að hafa fengið að lesa verkið sjálf, ég hef langa reynslu af upplestri og það er ekki sami hluturinn að heyra höfundinn lesa eða einhvern annan. Ég les þetta með tilþrifum held ég, segir hún kímin. Á kvöldvökunni í Iðuhúsinu mun Steinunn opna fyrir aðgang að netútgáfuna en jafnframt lesa úr skáldsögunni. Hallgrímur Thorsteinsson og Ásdís Kvaran munu lesa ljóð eftir Steinunni og Úlfhildur Dagsdóttir flytur stutt erindi um höfundinn og verk hennar. Steinunn mun jafnframt lesa framhald ljóðsins Einu-sinni-var-landið, sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á hátíðahöldunum 17. júní síðastliðinn. Skipuleggjendur hátíðahaldanna fengu Steinunni til þess að yrkja ljóð í tilefni dagsins, líkt og skáldkonan Vilborg Dagbjartsdóttir gerði í fyrra, en Steinunn tók þann kostinn að gera sérstaka útgáfu af ljóði sem tilheyrir samnefndum ljóðaflokki en hluti hans hafði áður hafði birst í Lesbók Morgunblaðsins. Í kvöld mun hún síðan lesa áfram úr bálkinum sem þó ekki er nándar nærri lokið. BreiðfylkinginHún segir að ljóðið sé nokkuð nýstárlegt miðað við önnur ljóð sem íslenskar fjallkonur hafa flutt á þjóðhátíðardaginn. Þarna birtist ný sýn á landið eins og það var þegar fyrsti maðurinn sá það og síðan heldur ljóðið áfram og þegar á líður er það borið saman við landið eins og það er í dag. Það er ekki mjög glæsileg sjón sem blasir við. Ég held að það komi strax fram í þessum fyrsta hluta að mín sýn á þessa eyju er að hún er eitthvað sem er gengið okkur úr greipum. Í ljóðinu er undiralda söknuðar eða eftirsjár eftir glötuðu landi, segir Steinunn. Sleppt eða haldið?Eitt af því sem er gleðilegt við að koma heim til Íslands núna er að sjá að fólk er að vakna. Auðvitað hefur verið mikil reiði í fólki yfir því hvernig farið er með landið en núna er hún að koma upp á yfirborðið, segir Steinunn og bætir því við að fólk hafi verið hrætt við að taka afstöðu í málinu og á sínum tíma hafi margt verið gert til að koma óorði á fólk sem vildi vernda íslenska náttúru. Fyrir einu og hálfu ári stóðu þeir sem enn voru að tala um Kárahnjúka upp úr eins og skotmörk, það er ekki lengur þannig nú er þetta breiðfylking. Leikurinn núna snýst samt um að slá þeim moðreyk í augu fólks að það sé hægt að vera bæði náttúruverndarsinni og landeyðingarmaður. Þetta eru ósættanleg sjónarmið. Þú getur ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Spurningin er bara hversu langt á að ganga með eitt land? Dagskráin í Iðuhúsinu hefst kl. 20 í kvöld og eru allir velkomnir. kristrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Sjá meira