Norrænt menningarmót 29. júní 2006 11:30 Íslensk ungmenni taka þátt í menningarmóti Vinna að fjölbreyttri listsköpun í Færeyjum. Átján ungmenni frá fimm bæjarfélögum á Íslandi taka þátt í Menningarmótinu Ung i Norden sem fer fram í Þórshöfn í Færeyjum. Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 14-16 ára en þau munu hitta rúmlega 200 önnur ungmenni frá Norðurlöndunum sem einnig taka þátt í mótinu. Sara Guðmundsdóttir, leik- og söngkona, er listrænn stjórnandi hópsins en þetta er í fjórða sinn sem hún gegnir því hlutverki á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Ég fór sjálf á Menningarmótið þegar ég var unglingur og hafði einstaklega gaman af. Í þrjú skipti hef ég aftur á móti gegnt stöðu listræns stjórnanda og haldið utan um íslensku hópana á Ung i Norden, þar sem ég gegni einnig hlutverki fararstjóra, segir Sara. Að sögn Söru hefur Hafnarfjarðarbær séð um þetta verkefni fyrir Íslands hönd en 15-20 íslenskir unglingar komast að í hvert sinn. Í þetta sinn koma þátttakendur frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ísafirði. Hún segir íslenska hópinn ætla að setja upp tuttugu mínútna leikþátt sem hann hafði aðeins tvo daga til að æfa. Þetta voru býsna erfiðir tveir dagar nú um síðustu helgi en okkur tókst þó að berja atriðið saman í lokin og ég er mjög ánægð með útkomuna. Krakkarnir eru afskaplega opnir og óhræddir og það varðar mestu. Sara segir atriðið byggjast á látbragðsleik og að unglingarnir séu allir klæddir í svört föt frá toppi til táar en andlit þeirra máluð hvít og eins beri þau hvíta hanska. Við þræðum síðan sögu Íslands á gamansaman hátt en ég gegni sjálf hlutverki sögumanns og þau koma síðan fram á sviðið í nokkrum hópum og leika með látbragði það sem fram kemur í máli mínu. Þá tókum við saman tónlistarsyrpu sem spiluð er undir meðan á sýningu stendur. Sara segir ungmenninn hafa æft atriðið bæði á norsku og ensku til að tryggja að allir áhorfendur skilji hvað fram fer á sviðinu. Hin löndin sem taka þátt í Menningarmótinu eru Grænland, Finnland og Danmörk. Hóparnir dvelja í viku í Þórshöfn en unglingarnir munu sækja í kringum 16 listasmiðjur undir stjórn atvinnulistamanna og vinna saman að þremur stórum atriðum sem verða flutt í Norðurlandahúsinu síðasta dag menningarmótsins. - brb Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Átján ungmenni frá fimm bæjarfélögum á Íslandi taka þátt í Menningarmótinu Ung i Norden sem fer fram í Þórshöfn í Færeyjum. Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 14-16 ára en þau munu hitta rúmlega 200 önnur ungmenni frá Norðurlöndunum sem einnig taka þátt í mótinu. Sara Guðmundsdóttir, leik- og söngkona, er listrænn stjórnandi hópsins en þetta er í fjórða sinn sem hún gegnir því hlutverki á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Ég fór sjálf á Menningarmótið þegar ég var unglingur og hafði einstaklega gaman af. Í þrjú skipti hef ég aftur á móti gegnt stöðu listræns stjórnanda og haldið utan um íslensku hópana á Ung i Norden, þar sem ég gegni einnig hlutverki fararstjóra, segir Sara. Að sögn Söru hefur Hafnarfjarðarbær séð um þetta verkefni fyrir Íslands hönd en 15-20 íslenskir unglingar komast að í hvert sinn. Í þetta sinn koma þátttakendur frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ísafirði. Hún segir íslenska hópinn ætla að setja upp tuttugu mínútna leikþátt sem hann hafði aðeins tvo daga til að æfa. Þetta voru býsna erfiðir tveir dagar nú um síðustu helgi en okkur tókst þó að berja atriðið saman í lokin og ég er mjög ánægð með útkomuna. Krakkarnir eru afskaplega opnir og óhræddir og það varðar mestu. Sara segir atriðið byggjast á látbragðsleik og að unglingarnir séu allir klæddir í svört föt frá toppi til táar en andlit þeirra máluð hvít og eins beri þau hvíta hanska. Við þræðum síðan sögu Íslands á gamansaman hátt en ég gegni sjálf hlutverki sögumanns og þau koma síðan fram á sviðið í nokkrum hópum og leika með látbragði það sem fram kemur í máli mínu. Þá tókum við saman tónlistarsyrpu sem spiluð er undir meðan á sýningu stendur. Sara segir ungmenninn hafa æft atriðið bæði á norsku og ensku til að tryggja að allir áhorfendur skilji hvað fram fer á sviðinu. Hin löndin sem taka þátt í Menningarmótinu eru Grænland, Finnland og Danmörk. Hóparnir dvelja í viku í Þórshöfn en unglingarnir munu sækja í kringum 16 listasmiðjur undir stjórn atvinnulistamanna og vinna saman að þremur stórum atriðum sem verða flutt í Norðurlandahúsinu síðasta dag menningarmótsins. - brb
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“