Innlent

Fiskhjallar hrundu eins og spilaborg

Á annan tug starfsmanna Fisk Seafood reyndu í dag að bjarga þeim fiski sem er undir rústum hjallanna.
Á annan tug starfsmanna Fisk Seafood reyndu í dag að bjarga þeim fiski sem er undir rústum hjallanna. MYND/Viggó

Hluti fiskhjalla Fisk Seafood í Skagafirði féll eins og spilaborg í óveðrinu á Þorláksmessu. Á annan tug starfsmanna reyndi í dag að bjarga fiski sem fastur er undir rústum hjallanna.

Blíðskaparveður var í Skagafirðinum í dag og fátt sem minnti á það ofsa veður sem geisaði aðfaranótt Þorláksmessu. Fisk Seafood hefur um árabil þurrkað fisk í fiskhjöllum sínum á utanverðu hafnarsvæðinu á Sauðárkróki.

Hjallarnir héldu ekki í óveðrinu sem gekk yfir á laugardaginn og féll hluti þeirra eins og spilaborg. Verðmæti fisksins sem þar var inni nemur um ellefu milljónum króna.

Á annan tug starfsmanna Fisk Seafood reyndu í dag að bjarga þeim fiski sem er undir rústum hjallanna. Talið er líklegt að hægt verði að bjarga stórum hluta hans. Mikið verk er hins vegar framundan við að koma hjöllunum upp aftur.

Mun algengara er að fiskur sé unnin í vélum en heldur en hengdur. Tómas Árdal framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu segir eftirspurn eftir slíkum fiski vera ástæðu þess að þeir verki hann á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×