Innlent

Völvan spáir tveggja flokka ríkisstjórn Geirs H. Haarde

Völvan gleymir að sjálfsögðu ekki að segja frá framtíð Eiðs Smára sem fær tilboð um að snúa aftur til Englands.
Völvan gleymir að sjálfsögðu ekki að segja frá framtíð Eiðs Smára sem fær tilboð um að snúa aftur til Englands. MYND/Vísir

Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra í tveggja flokka stjórn á næsta kjörtímabili en Björn Bjarnason og Davíðsarmurinn er á leið út úr stjórnmálum. Það verður breyting á ríkisstjórninni ný andlit setjast í ráðherrastóla, en óljóst er hvaða flokkur starfar með Sjálfstæðisflokknum. Þetta er meðal þess sem Völva Vikunnar spáir í áramótahefti blaðsins.

Spá völvunnar hefur oft vakið athygli og jafnvel út fyrir landssteinana. Búast má við rysjóttu veðri og köldu voru ef spánna er að marka og mengun finnst í jarðveginum við Keflavíkurflugvöll. Þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson gengur í Frjálslynda flokkinn og Margrét Sverrisdóttir á eftir að standa uppi með pálmann í hönunum eftir deilurnar í flokknum. Íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið á næsta ári og þrátt fyrir hvalveiðar halda ferðamenn áfram að flykkjast til Íslands. Völvan gleymir að sjálfsögðu ekki að segja frá framtíð Eiðs Smára sem fær tilboð um að snúa aftur til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×