Nýr norrænn ferðarisi í eigu Íslendinga 27. desember 2006 12:00 Nýr íslenskur ferðarisi varð til á Norðurlöndunum í dag með stofnun Northern Travel Holding, sem er í eigu Fons, FL Group og Sunds. Hið nýja félag hefur keypt Sterling flugfélagið, Iceland Express, yfir helmings hlut í flugfélaginu Astraeus, stóran hlut í sænsku ferðaskirfstofunni Ticket og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlögð velta þessara félaga er áætluð um 120 milljarðar króna. Það er mikið um að vera hjá íslenskum fjárfestum þessa dagana. FL group keypti rúmlega 6 prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR í gær, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air. Heildarvirði þessarar fjárfestingar er 28 milljarðar króna, eftir því sem Fréttablaðið greinir frá í dag. En þar með er ekki öll sagan sögð. FL group tilkynnti í dag að félagið hefði selt danska Sterling flugfélagið til nýs norræns ferðarisa, Norethern Travel Holding fyrir 20 milljarða króna. En þetta nýja félag er reyndar að hluta í eigu FL Group. Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent. Northern Travel Holding á eftirfarandi félög ýmist alveg eða að hluta: Iceland Express að öllu leyti, fimmtíu og eins prósenta hlut í breska flugfélaginu Astraeus, tæplega 30 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket, en hún er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlagt flytja þessi félög 7,5 milljónir farþega á ári, eða tæplega fjórum sinnum fleiri farþega en fara um Keflavíkurflugvöll. Northern Travel verður mjög öflugt félag með Sterling, stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlandanna innan sinna raða og þá eru ferðaskrifstofurnar í Svíþjóð og Danmörku einnig mjög stórar og ekki er langt síðan breska flugfélagið Astraeus gerði stóran samning við Virgin flugfélagið. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að með sölunni á Sterling til hins nýstofnaða félags, sé síðasta dótturfélagið á sviði flugrekstrar í eigu FL selt. Pálmi Harladsson, forstjóri Fons, verður stjórnarformaður í Northern Travel Holding. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Nýr íslenskur ferðarisi varð til á Norðurlöndunum í dag með stofnun Northern Travel Holding, sem er í eigu Fons, FL Group og Sunds. Hið nýja félag hefur keypt Sterling flugfélagið, Iceland Express, yfir helmings hlut í flugfélaginu Astraeus, stóran hlut í sænsku ferðaskirfstofunni Ticket og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlögð velta þessara félaga er áætluð um 120 milljarðar króna. Það er mikið um að vera hjá íslenskum fjárfestum þessa dagana. FL group keypti rúmlega 6 prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR í gær, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air. Heildarvirði þessarar fjárfestingar er 28 milljarðar króna, eftir því sem Fréttablaðið greinir frá í dag. En þar með er ekki öll sagan sögð. FL group tilkynnti í dag að félagið hefði selt danska Sterling flugfélagið til nýs norræns ferðarisa, Norethern Travel Holding fyrir 20 milljarða króna. En þetta nýja félag er reyndar að hluta í eigu FL Group. Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent. Northern Travel Holding á eftirfarandi félög ýmist alveg eða að hluta: Iceland Express að öllu leyti, fimmtíu og eins prósenta hlut í breska flugfélaginu Astraeus, tæplega 30 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket, en hún er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlagt flytja þessi félög 7,5 milljónir farþega á ári, eða tæplega fjórum sinnum fleiri farþega en fara um Keflavíkurflugvöll. Northern Travel verður mjög öflugt félag með Sterling, stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlandanna innan sinna raða og þá eru ferðaskrifstofurnar í Svíþjóð og Danmörku einnig mjög stórar og ekki er langt síðan breska flugfélagið Astraeus gerði stóran samning við Virgin flugfélagið. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að með sölunni á Sterling til hins nýstofnaða félags, sé síðasta dótturfélagið á sviði flugrekstrar í eigu FL selt. Pálmi Harladsson, forstjóri Fons, verður stjórnarformaður í Northern Travel Holding.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira