Innlent

Íslensk börn fá þriðjung orku sinnar úr næringarlausu fæði

mynd/Vilhelm
Jafnvel þó börn borði nú meira af ávöxtum og grænmeti en þau gerðu síðasta áratug er hún enn með því lægsta sem gerist í Evrópu og segir Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði að íslendingar eigi Evrópumet hvað það varðar.

Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að um 18 prósent 9 ára barna eru of þung og 15 prósent 15 ára barna. Þó er skekkja í þessum tölum því 15 ára stelpur voru mjög gjarnar á að neita að taka þátt í könnuninni. Inga segir nauðsynlegt að efla fræðslu um mat, næringu og þarfir líkamans í grunnskólum. Auk þess telur hún að neytendur ættu að vera á verði gangvart hinum ýmsu markaðsöflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×