Innlent

Lækkun fasteignaskatts samþykkt

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Mynd/GVA.

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögur gjaldskrárnefndar sveitarfélagsins um reglur er varða lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Á fréttavefnum Skessuhorn.is segir að í tillögunum komi fram að lækkun eða niðurfelling skuli vera tekjutengd og að hún nái eingöngu til elli- og örorkulífeyrisþega. Lækkun og niðurfelling samkvæmt reglunum nær eingöngu til fasteignaskatts og mun koma til framkvæmda í mars eða apríl á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×