Innlent

Ýsuverð á uppleið

Verð á ýsu hefur hækkað miðað við síðastliðinn mánudag. Á heimasíðu Interseafood.com er greint frá því að verð á þorski og ufsa hafi lækkað í Hanstholm í Danmörku en framboð hefur aukist af öllum þremur fisktegundunum. Mest var framboðið af ýsu í Hanstholm í dag eða um 43% af heildarframboði. Nokkuð framboð var einnig af karfa en lítið hefur verið um karfa síðustu vikur. Framboð var þó mest af þorski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×