Innlent

Fannst látinn á Fjarðarheiði

Maður á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn hafði farið á bíl sínum upp á Fjarðarheiði til að ganga á skíðum. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir miðnætti þegar hann skilaði sér ekki innan eðlilegra tímamarka. Um tíu björgunarsveitarmenn fóru á vélsleðum til leitarinnar. Maðurinn fannst síðan stuttu síðar í nágrenni við Heiðarvatn eða um einn kílómeter frá bíl sínum. Hann var þá látinn en talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×