Erlent

Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib

Ein af myndunum úr Abu Ghraib fangelsinu sem olli mikilli reiði um allan heim fyrir um tveimur árum.
Ein af myndunum úr Abu Ghraib fangelsinu sem olli mikilli reiði um allan heim fyrir um tveimur árum. MYND/AP

Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun. Ríkislögmenn óttast að myndirnar leiði til frekara ofbeldis í garð bandarískra hermanna í Írak en framkvæmdastjóri samtakanna segir myndbirtinguna nauðsynlega til að háttsettir embættismenn sem bera ábyrgð á pyntingum hermannanna gerist ábyrgir gjörða sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×