Erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir. Stýrivextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósent í 4,75 prósent. Ekki er útilokað að þeir verði hækkaðir enn frekar til að halda hagvexti og verðlagi stöðugu segir í tilkynningu frá bankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×