Erlent

Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana

Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran.

Þýskir embættismenn segja ekki standa til að ræða refsiaðgerðir eða hernað gegn Íran á fundinum. Tilgangurinn sé að ræða áætlun um hvernig Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verði beitt til þess að þrýsta á Íransstjórn að hætta við fyrirætlanir um auðgun úrans til kjarnorkuframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×