Erlent

Kadimaflokkurinn vann flest þingsæti

Flokkur Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels, Kadimaflokkurinn, vann flest þingsæti í þingkosningunum sem haldnar voru í Ísrael í gær.  Flokkurinn fékk 29 þingsæti. Þá fékk Verkamannaflokkurinn 20 þingsæti og Likudbandalagið 12.

Talið er líklegt að Kadima reyni stjórnarmyndun með Verkamannaflokknum. Litið var á þingkosningarnar sem þjóðaratkvæði um framtíð Vesturbakka Jórdanar. Kadima og Verkamannaflokkurinn vilja semja við Palestínumenn og rýma minni landnemabyggðir á meðan Likudbandalagið og aðrir hægri flokkar vilja ekkert gefa eftir.

Kjörsókn var sú versta í sögu landsins en aðeins 63 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði sem er 5,7 prósentum minna en árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×