Erlent

Ferjan var ekki skemmtiferðaskip

MYND/AP

Ferja sem fór á hliðina undan strönd Bahrain á fimmtudagskvöldið, með þeim afleiðingum að 58 manns drukknuðu, mátti ekki flytja farþegar um lengri veg. Eigendur ferjunnar höfðu ekki leyfi til að gera hana út sem snekkju, líkt og þeir gerðu, en hún var leigð út til ferðaskrifstofu sem notaði hana til skemmtisiglinga.

Aðeins hafi mátt nota ferjuna sem fljótandi veitingastað. Sótt hafði verið um leyfi til skemmtisiglinga en það hefur ekki verið veitt. Eigendur ferjunnar hafa kennt ferðaskrifstofunni um slysið og segja að of mörgum farþegum hafi verið helypt um borð. Auk alls þessa grunar yfirvöld í Bahrain að skipstjóri ferjunnar hafi ekki haft tilskilin leyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×