Erlent

25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum

MYND/AP

Rósturinn í Írak hefur áhrif á fleiri en beina þátttakendur í stríðinu. Að minnsta kosti 25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum í deilum þjóðernishópa undanfarnar vikur.

Alla jafna ættu að vera parísarhjól, rússíbani og glaðbeittar fjölskyldur að gera sér dagamun í skemmtigarðinum í Kut, um 200 km suður af Bagdad Hann er nú hins vegar orðinn að eins konar flóttamannabúðum fyrir fjölskyldur sem sjá sér ekki fært að hafast við á heimilum sínum í höfuðborginni vegna óróans sem þar ríkir. Um 200 hundruð fjölskyldur búa nú í tjöldum í skemmtigarðinum.

Fólkið sem þarna hefst við er svo óttaslegið að það þorir ekki að tjá sig í fjölmiðlum, af ótta við að skyldmennum þeirra í Baghdad verði unnið mein. Alveg síðan al-Askari moskan var sprengd og átök brutust út milli Sjía og Súnnía hefur nafnlausum hótunum rignt inn á heimili þessa fólks, sem hefur ekki getað sinnt daglegum störfum vegna stöðugrar hræðslu.

Sérfræðingar telja að minnst 25 þúsund Írakar hafi þurft að yfirgefa heimili sín undanfarnar vikur og flestir hafa ekki hugmynd um hvenær eða hreinlega hvort þeir geta snúið aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×