Tælendingar kjósa sér þing 2. apríl 2006 13:00 Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, á kjörstað í morgun ásamt börnum sínum. MYND/AP Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta að staðartíma eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þeim var lokað sjö klukkustundum síðar. Það var Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, sem boðaði óvænt til kosninganna í síðsasta mánuði eftir stöðug mótmæli á götum höfuðborgarinnar, Bagkok. Þess var krafist að forsætisráðherrann segði af sér sökum spillingar og valdníðslu. Andstaðan við forsætisráðherrann jókst í janúar þegar fjölskylda hans tilkynnti að hún hefði selt ráðandi hluti í símafyrirtæki til ríkisfyrirtækis í Singapore fyrir jafnvirði rúmlega 135 milljarða íslenskra króna án þess að greiða skatt af söluandvirðinu. Shinawatra er einnig sagður hafa tekið illa á uppreisn múslima í suður hluta landsins. Barist er um 500 þingsæti í kosningum og hafa 753 frambjóðendur 18 flokka fengið að bjóða sig fram en rúmlega 250 frambjóðendur fengu það ekki. Í þingkosningum í fyrra vann flokkur forsætisráðherrans 377 þingsæti. Forsætisráðherrann hefur heitið því að víkja ef flokkur hans fái ekki að lámarki helming þingsæta og má búast við að sú verði raunin miðað við hve hann nýtur mikils stuðnings á landsbyggðinni. Þrír helstu stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi buðu ekki fram og hvöttu kjósendur til að skila auðu. Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta að staðartíma eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þeim var lokað sjö klukkustundum síðar. Það var Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, sem boðaði óvænt til kosninganna í síðsasta mánuði eftir stöðug mótmæli á götum höfuðborgarinnar, Bagkok. Þess var krafist að forsætisráðherrann segði af sér sökum spillingar og valdníðslu. Andstaðan við forsætisráðherrann jókst í janúar þegar fjölskylda hans tilkynnti að hún hefði selt ráðandi hluti í símafyrirtæki til ríkisfyrirtækis í Singapore fyrir jafnvirði rúmlega 135 milljarða íslenskra króna án þess að greiða skatt af söluandvirðinu. Shinawatra er einnig sagður hafa tekið illa á uppreisn múslima í suður hluta landsins. Barist er um 500 þingsæti í kosningum og hafa 753 frambjóðendur 18 flokka fengið að bjóða sig fram en rúmlega 250 frambjóðendur fengu það ekki. Í þingkosningum í fyrra vann flokkur forsætisráðherrans 377 þingsæti. Forsætisráðherrann hefur heitið því að víkja ef flokkur hans fái ekki að lámarki helming þingsæta og má búast við að sú verði raunin miðað við hve hann nýtur mikils stuðnings á landsbyggðinni. Þrír helstu stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi buðu ekki fram og hvöttu kjósendur til að skila auðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira