Erlent

Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×