Erlent

Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars

Péturstorgið í Róm á Ítalíu í morgun.
Péturstorgið í Róm á Ítalíu í morgun. MYND/AP

Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld.

Búist er við að tug þúsund Pólverjar verði viðstaddir en Jóhannes Pál var pólskur. Allt í allt er búist við um 150 þúsund pílagrímum nú um helgina og allt að hálfri milljón manna fram eftir vikunni.

Benedikt páfi sextándi minntist Jóhannesar Páls páfa annars í bæn sinni í dag. Hann mun síðan messa á Péturstorginu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×