Erlent

Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku

MYND/AP

Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust.

Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða.

Hræ fugla sem voru sýktir af flensunni hafa áður fundist á Fjóni, Sjálandi og Borgundarhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×