Með Hitlers - stúkuna í gámi 26. ágúst 2006 15:00 Helgi Björnsson Hið þýsk - íslenska samstarf hefur gengið vonum framar og er hið forna leikhús Admiralspalast komið á sinn gamla stall Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Athafnamaðurinn var nýkominn heim úr fjögurra daga útreiðartúr á Þingvöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en leikhúsið Admiralspalast í miðborg Berlínar hefur heldur betur slegið í gegn. Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill í leikstjórn þýska leikhúskóngsins Klaus Maria Brandauer með þýskum stórstjörnum í helstu hlutverkum er nú sýnd fyrir fullu húsi en salurinn tekur 1800 manns. „Við erum ótrúlega sáttir með þessar viðtökur sem leikhúsið hefur fengið,“ segir Helgi en heljarinnar opnunarteiti var haldið af þessu tilefni þar sem allar helstu skrautfjaðrir Berlínar mættu og skemmtu sér konunglega. „Þarna spilaði Kapital Dance Orchestra og hin 102 ára gamli Johannes Heesters söng með þeim en hann stóð einmitt á fjölum leikhússins árið 1930,“ segir Helgi og viðurkennir að hann hafi einnig gripið í hljóðnemann við miklar undirtektir. Mikið hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í þýskum fjölmiðlum og segir Helgi að varla hafi verið hægt að opna dagblað án þess að minnst væri á Admiralspalast. Enn eimir af þeirri umfjöllun. Leikhúsið var byggt um aldamótin og var í fyrstu notað sem skautasvell fyrir fínar frúr. Á millistríðsárunum var húsinu síðan breytt í leikhús og hýsti allar þær revíur sem þar voru settar upp. Þegar nasistar tóku öll völd í Þýskalandi var byggð sérstök stúka fyrir Adolf Hitler sem nefnd var Fuhrerlosse eða Foringjastúkan en Hitler hafði mikið dálæti á þýskri menningu og sótti oft leiksýningar í húsinu. „Þetta var í raun tveggja herbergja stúka þar sem allt var til alls fyrir foringjann,“ útskýrir Helgi en þeir félagar rifu „herlegheitin“ til að rýma fyrir fleiri sætum. Stúkan var reyndar sett í stóran gám enda segir Helgi að þetta séu þannig minjar að ekki sé hægt henda þeim. „Málin þróuðust síðan þannig að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði samband við okkur og bað um fá hluti úr stúkunni lánaða fyrir listasýningu sem sett verður upp 1.september,“ útskýrir Helgi. Framkvæmdir við húsið eru langt frá því að vera lokið en framundan er að opna 250 manna og 500 sæta leihússal þar sem áður var tyrkneskt karlabað. Dömubaði sem er á sömu hæt verðu síðan breytt í spa fyrir bæði kynin þannig að það verður allt til alls á Admiralspalast. „Síðan opnum við einnig stórglæsilegan veitingastað og svo er næturklúbbur í húsinu,“ segir Helgi en næsta sýning í stóra salnum verður söngleikurinn Bollywood. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Athafnamaðurinn var nýkominn heim úr fjögurra daga útreiðartúr á Þingvöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en leikhúsið Admiralspalast í miðborg Berlínar hefur heldur betur slegið í gegn. Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill í leikstjórn þýska leikhúskóngsins Klaus Maria Brandauer með þýskum stórstjörnum í helstu hlutverkum er nú sýnd fyrir fullu húsi en salurinn tekur 1800 manns. „Við erum ótrúlega sáttir með þessar viðtökur sem leikhúsið hefur fengið,“ segir Helgi en heljarinnar opnunarteiti var haldið af þessu tilefni þar sem allar helstu skrautfjaðrir Berlínar mættu og skemmtu sér konunglega. „Þarna spilaði Kapital Dance Orchestra og hin 102 ára gamli Johannes Heesters söng með þeim en hann stóð einmitt á fjölum leikhússins árið 1930,“ segir Helgi og viðurkennir að hann hafi einnig gripið í hljóðnemann við miklar undirtektir. Mikið hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í þýskum fjölmiðlum og segir Helgi að varla hafi verið hægt að opna dagblað án þess að minnst væri á Admiralspalast. Enn eimir af þeirri umfjöllun. Leikhúsið var byggt um aldamótin og var í fyrstu notað sem skautasvell fyrir fínar frúr. Á millistríðsárunum var húsinu síðan breytt í leikhús og hýsti allar þær revíur sem þar voru settar upp. Þegar nasistar tóku öll völd í Þýskalandi var byggð sérstök stúka fyrir Adolf Hitler sem nefnd var Fuhrerlosse eða Foringjastúkan en Hitler hafði mikið dálæti á þýskri menningu og sótti oft leiksýningar í húsinu. „Þetta var í raun tveggja herbergja stúka þar sem allt var til alls fyrir foringjann,“ útskýrir Helgi en þeir félagar rifu „herlegheitin“ til að rýma fyrir fleiri sætum. Stúkan var reyndar sett í stóran gám enda segir Helgi að þetta séu þannig minjar að ekki sé hægt henda þeim. „Málin þróuðust síðan þannig að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði samband við okkur og bað um fá hluti úr stúkunni lánaða fyrir listasýningu sem sett verður upp 1.september,“ útskýrir Helgi. Framkvæmdir við húsið eru langt frá því að vera lokið en framundan er að opna 250 manna og 500 sæta leihússal þar sem áður var tyrkneskt karlabað. Dömubaði sem er á sömu hæt verðu síðan breytt í spa fyrir bæði kynin þannig að það verður allt til alls á Admiralspalast. „Síðan opnum við einnig stórglæsilegan veitingastað og svo er næturklúbbur í húsinu,“ segir Helgi en næsta sýning í stóra salnum verður söngleikurinn Bollywood.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira