Innlent

Nýr vegur yfir Svínahraun

Unnið er að nýjum veg á Hellisheiði. Um er að ræða sex kílómetra kafla sem nær frá Litlu Kaffistofunni og yfir í Hveradalabrekkur, að sögn Sigurðar Jóhannssonar deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni. KMH verktakar frá Ísafirði sjá um verkið og felst það í því að bæta við þriðju akrein á hluta gamla vegarins auk þess sem lagður verður nýr þriggja akreina vegur yfir svínahraun. Mislæg gatnamót verða reist til að greiða fyrir umferð frá Þorlákshöfn. Verkið hófst 11. mars og er áætlað að því ljúki í október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×