Lífið

Allt mun afslappaðra á Egilsstöðum

"Ég flutti hingað því ég var kominn með leið á stressinu í bænum," segir Andri Þór Theodórsson sem flutti frá Reykjavík til Egilstaða fyrir þremur mánuðum. "Mig langaði að prófa að breyta aðeins til og víkka sjóndeildarhringinn á meðan ég er enn þá laus og liðugur og eins og er líkar mér mjög vel," segir Andri sem starfar sem grafískur hönnuður hjá Héraðsprenti. Andri er þó duglegur að kíkja í borgina enda á hann son í bænum. "Ég flýg suður aðra hverja helgi enda finnst mér of langt að keyra í átta tíma. Það er þó helvíti blóðugt að þurfa að borga 30 þúsund krónur í fluggjald og ég vildi að flugfélagið myndi gera einhvern díl við fólk í svona aðstöðu. En auðvitað stoppar verðið mig ekki í að hitta strákinn minn." Andri segir allt miklu afslappaðra á Egilsstöðum og honum finnst alltaf gott að komast aftur austur eftir að hafa verið í borginni. "Maður er vanur svo miklu öngþveyti og umferð og finnur fyrir breytingunni þegar maður kemst aftur austur. Hér er hægt að gera flest allt sem manni langar til nema kannski að kíkja í bíó. Þá þarf að fara til Seyðsfjarðar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.