Silfur hafsins aftur á Íslandsmið 15. júní 2005 00:01 Síldveiðiskip, hlaðin silfri hafsins, bíða í röðum eftir að landa á Norðfirði. Norsk-íslenska síldin er komin aftur á Íslandsmið og fæst hátt verð fyrir hana. Síldarvinnslan í Neskaupstað þrefaldar verðmætið með því að flaka hana til manneldis og dæmi eru um ævintýralega háar tekjur síldarsjómanna. Við bryggju Síldarvinnslunnar var verið að landa úr tveimur skipum, Hákoni EA frá Grenivík og færeyska skipinu Júpíter. Þriðja skipið, Beitir, beið fullhlaðið við aðra bryggju eftir að komast löndunarbryggjunni og úti á Norðfirði lá Bjarni Ólafssyni. Þar um borð unnu sjómennirnir að því að frysta síldina. Þetta er síld af stærstu gerð, 370 til 400 grömm að þyngd. Hér er komin sú síld sem menn kölluðu silfur hafsins enda átti hún hvað stærstan þátt í byggja upp auðlegð Íslendinga á síðustu öld. Til marks um það má geta þess að árið 1963 gaf síldin um 20 prósent af útflutningstekjum þjóðarinnar. En svo hvarf hún af Íslandsmiðum árið 1968. Örlítið veiddist af henni á ný í fyrra innan íslensku lögsögunnar en góð veiði síðustu daga gefur vonir um að hún sé komin á ný. Björgvin Birgisson, skipstjóri á Hákoni EA, segist hafa landað um 730 tonnum af flökum eftir vikuveiðar og það þyki mjög gott. Farið hafi verið út eftir sjómannadaginn 60 mílur austur af Norðfjarðarhorni og verið þar fyrstu tvo þrjá dagana. Svo hafi þeir fært sig suðaustar og báturinn hafir verið kominn 120 mílur austur af landinu þegar haldið hafi verið í land. Skipverjarnir á Hákoni unnu síldina sjálfir um borð. Björgvin segir mikla keppni um borð og það hafi ekki verið dauð stund frá því að lagt hafi verið úr höfn og þar til komið hafi verið til baka. Þeir hafi verið með 300 kassa á dekki við komuna í land þar sem lestarnar hafi verið orðnar fullar. Síldinni úr Júpiter er hins vegar dælt inn í vélasali Síldarvinnslunnar. Þar kemur mannshöndin hvergi nærri. Síldin fer fyrst í stærðarflokkara, síðan í vél sem skilur haus, sporð og innnyfli frá og sendir girnileg flökin áfram eftir færibandinu. Meðan afskurðurinn fer inn í bræðsluna fara flökin í skammtara og starfsfólk sér um að halda pokanum rétt á meðan verðmæt matvaran sturtast niður. Þannig fer hún í frystingu og síðan á erlenda markaði sem greiða hæsta verð fyrir svo góða og stóra síld. Gunnþór Ingvason, aðstorðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar, segir að eins og staðan sé í dag sé gott verð að fá fyrir síld á mörkuðum og verðmæti síldarinnar næstum þrefaldist með því að hún sé unnin í frystihúsinu í stað þess að bræða hana. Fyrir fyrirtækið er þetta happafengur að nýta hátæknivélar til svo verðmætrar framleiðslu yfir sumartímann þegar annars hefði verið lokað. Fyrir skólakrakka eru það uppgrip í landi að komst í vinnsluna og dæmi eru ævintýralega háan hásetahlut. Neskaupstaður var fyrr á árum einn af helstu síldarbæjum landsins. Haraldur Jörgensen, sem man gömlu síldarárin, segir íbúana nú varla kippa sér upp við það þótt norsk íslenska síldin sé komin aftur. Aðspurður hvort honum finnist vakna stemmning meðal bæjarbúa vegna þessa segir Haraldur að hann verði ekki svo mikið var við það. Haann telji að stór hluti bæjarbúa viti ekki af því að verið sé að landa síld á Neskaupstað. Stór hluti fólksins sé með hausinn uppi á Kárahnjúkum. Norsk-íslensku síldinni hefur einnig verið landað á þremur öðrum stöðum á landinu að undanförnu, á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Síldveiðiskip, hlaðin silfri hafsins, bíða í röðum eftir að landa á Norðfirði. Norsk-íslenska síldin er komin aftur á Íslandsmið og fæst hátt verð fyrir hana. Síldarvinnslan í Neskaupstað þrefaldar verðmætið með því að flaka hana til manneldis og dæmi eru um ævintýralega háar tekjur síldarsjómanna. Við bryggju Síldarvinnslunnar var verið að landa úr tveimur skipum, Hákoni EA frá Grenivík og færeyska skipinu Júpíter. Þriðja skipið, Beitir, beið fullhlaðið við aðra bryggju eftir að komast löndunarbryggjunni og úti á Norðfirði lá Bjarni Ólafssyni. Þar um borð unnu sjómennirnir að því að frysta síldina. Þetta er síld af stærstu gerð, 370 til 400 grömm að þyngd. Hér er komin sú síld sem menn kölluðu silfur hafsins enda átti hún hvað stærstan þátt í byggja upp auðlegð Íslendinga á síðustu öld. Til marks um það má geta þess að árið 1963 gaf síldin um 20 prósent af útflutningstekjum þjóðarinnar. En svo hvarf hún af Íslandsmiðum árið 1968. Örlítið veiddist af henni á ný í fyrra innan íslensku lögsögunnar en góð veiði síðustu daga gefur vonir um að hún sé komin á ný. Björgvin Birgisson, skipstjóri á Hákoni EA, segist hafa landað um 730 tonnum af flökum eftir vikuveiðar og það þyki mjög gott. Farið hafi verið út eftir sjómannadaginn 60 mílur austur af Norðfjarðarhorni og verið þar fyrstu tvo þrjá dagana. Svo hafi þeir fært sig suðaustar og báturinn hafir verið kominn 120 mílur austur af landinu þegar haldið hafi verið í land. Skipverjarnir á Hákoni unnu síldina sjálfir um borð. Björgvin segir mikla keppni um borð og það hafi ekki verið dauð stund frá því að lagt hafi verið úr höfn og þar til komið hafi verið til baka. Þeir hafi verið með 300 kassa á dekki við komuna í land þar sem lestarnar hafi verið orðnar fullar. Síldinni úr Júpiter er hins vegar dælt inn í vélasali Síldarvinnslunnar. Þar kemur mannshöndin hvergi nærri. Síldin fer fyrst í stærðarflokkara, síðan í vél sem skilur haus, sporð og innnyfli frá og sendir girnileg flökin áfram eftir færibandinu. Meðan afskurðurinn fer inn í bræðsluna fara flökin í skammtara og starfsfólk sér um að halda pokanum rétt á meðan verðmæt matvaran sturtast niður. Þannig fer hún í frystingu og síðan á erlenda markaði sem greiða hæsta verð fyrir svo góða og stóra síld. Gunnþór Ingvason, aðstorðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar, segir að eins og staðan sé í dag sé gott verð að fá fyrir síld á mörkuðum og verðmæti síldarinnar næstum þrefaldist með því að hún sé unnin í frystihúsinu í stað þess að bræða hana. Fyrir fyrirtækið er þetta happafengur að nýta hátæknivélar til svo verðmætrar framleiðslu yfir sumartímann þegar annars hefði verið lokað. Fyrir skólakrakka eru það uppgrip í landi að komst í vinnsluna og dæmi eru ævintýralega háan hásetahlut. Neskaupstaður var fyrr á árum einn af helstu síldarbæjum landsins. Haraldur Jörgensen, sem man gömlu síldarárin, segir íbúana nú varla kippa sér upp við það þótt norsk íslenska síldin sé komin aftur. Aðspurður hvort honum finnist vakna stemmning meðal bæjarbúa vegna þessa segir Haraldur að hann verði ekki svo mikið var við það. Haann telji að stór hluti bæjarbúa viti ekki af því að verið sé að landa síld á Neskaupstað. Stór hluti fólksins sé með hausinn uppi á Kárahnjúkum. Norsk-íslensku síldinni hefur einnig verið landað á þremur öðrum stöðum á landinu að undanförnu, á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði