Vændi á Íslandi 5. júlí 2005 00:01 Menn frá Vestur-Afríku og Eystrasaltsríkjunum eru taldir hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Í fíkniefnaheiminum er sagt að þeir svífist einskis og séu hluti af enn stærra neti sem teygi sig um allan heim. Óttast er að heróín berist hingað til lands innan tíðar. Talað var við norska konu, Liv Gessen, forststöðukonu hjálðarstöðvar vændiskvenna, sem segir að aukningu í vændi megi kannski ekki líkja við sprengingu en það muni þó litlu og að erlent vændi sé að breiðast út um helstu borgir og bæi Noregs. Erlendar vændiskonur eru komnar til Íslands. Tvær, voru tímabundið hér á landi. Þær vinna nú víða um Evrópu, í heimi vændis þar sem ofbeldi og kynsjúkdómar grassera. Báðar voru þær undir verndarvæng íslenskra karlmanna. Mansal nefnist nútíma þrælasala og Ísland hefur ekki farið varhluta af því. Lögreglan í Noregi segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og telur jafnvel að vændi sé ó höndum skipulagðra glæpasamtaka með tengsl við útlönd. Lögreglan í Noregi bendir á að nauðsynlegt sé að skoða þessi mál í samhengi og með samvinnu milli landa. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar telur að vændi geti verið angi af fíkniefnasölunni en segist þó ekki vera alveg viss. Alþjóðalögreglan Interpol stöðvaði í mars peningasendingu frá Íslandi til Venezuela, 5000 dollara í seðlum í íslensku bílablaði. Móttakandinn var Nígeríumaður. En fleiri gera út á íslensk mið. Meðal annars líkfundarmálið sýnir svo að ekki verði um villst að glæpasamtök í austantjaldslöndunum reyna að hreiðra um sig hér. Maður sem hefur tengsl við undirheimana og ekki vildi láta nafns síns getið sagði að meiri hluti þeirra útlendinga sem hér væru að selja fíknefni seldu þau eingöngu til heildsalanna og kæ´mu ekki nálægt götunni. Ásgeir Karlsson var sammála og sagði að útlendingar seldu ekki á götunum og að það væru mest Íslendingar sem væru í götusölunni. Öflugar glæpaklíkur með tengsl við rússnesku mafíuna hafa sína útsendara hér á landi, öllum brögðum er beitt við smyglið og einskis svifist. Þetta fullyrðir starfsmaður tollgæslunnar í Litháen, sem þorir ekki að láta nafn síns getið í fréttinni, þar sem hann gæti stofnað sér og fjölskyldu sinni í hættu. Viðmælandi úr undirheiminum segir þennan heim vera að harðna og samkeppnin verður meiri í fíkniefnaheiminum þá fari skipulagðar glæpaklíkur að berjast um kúnnana. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Menn frá Vestur-Afríku og Eystrasaltsríkjunum eru taldir hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Í fíkniefnaheiminum er sagt að þeir svífist einskis og séu hluti af enn stærra neti sem teygi sig um allan heim. Óttast er að heróín berist hingað til lands innan tíðar. Talað var við norska konu, Liv Gessen, forststöðukonu hjálðarstöðvar vændiskvenna, sem segir að aukningu í vændi megi kannski ekki líkja við sprengingu en það muni þó litlu og að erlent vændi sé að breiðast út um helstu borgir og bæi Noregs. Erlendar vændiskonur eru komnar til Íslands. Tvær, voru tímabundið hér á landi. Þær vinna nú víða um Evrópu, í heimi vændis þar sem ofbeldi og kynsjúkdómar grassera. Báðar voru þær undir verndarvæng íslenskra karlmanna. Mansal nefnist nútíma þrælasala og Ísland hefur ekki farið varhluta af því. Lögreglan í Noregi segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og telur jafnvel að vændi sé ó höndum skipulagðra glæpasamtaka með tengsl við útlönd. Lögreglan í Noregi bendir á að nauðsynlegt sé að skoða þessi mál í samhengi og með samvinnu milli landa. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar telur að vændi geti verið angi af fíkniefnasölunni en segist þó ekki vera alveg viss. Alþjóðalögreglan Interpol stöðvaði í mars peningasendingu frá Íslandi til Venezuela, 5000 dollara í seðlum í íslensku bílablaði. Móttakandinn var Nígeríumaður. En fleiri gera út á íslensk mið. Meðal annars líkfundarmálið sýnir svo að ekki verði um villst að glæpasamtök í austantjaldslöndunum reyna að hreiðra um sig hér. Maður sem hefur tengsl við undirheimana og ekki vildi láta nafns síns getið sagði að meiri hluti þeirra útlendinga sem hér væru að selja fíknefni seldu þau eingöngu til heildsalanna og kæ´mu ekki nálægt götunni. Ásgeir Karlsson var sammála og sagði að útlendingar seldu ekki á götunum og að það væru mest Íslendingar sem væru í götusölunni. Öflugar glæpaklíkur með tengsl við rússnesku mafíuna hafa sína útsendara hér á landi, öllum brögðum er beitt við smyglið og einskis svifist. Þetta fullyrðir starfsmaður tollgæslunnar í Litháen, sem þorir ekki að láta nafn síns getið í fréttinni, þar sem hann gæti stofnað sér og fjölskyldu sinni í hættu. Viðmælandi úr undirheiminum segir þennan heim vera að harðna og samkeppnin verður meiri í fíkniefnaheiminum þá fari skipulagðar glæpaklíkur að berjast um kúnnana.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira