Innlent

Slippurinn verður menningarsvæði

Nýtt bryggjuhverfi mun rísa á slippasvæðinu við Mýrargötu í Vesturbæ Reykjavíkur árið 2010. "Við erum að fara að endurskipuleggja allt svæðið og byggja fimm hundruð nýjar íbúðir. Þarna verður blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi, veitingastaðir og fiskmarkaður. Vonandi verður iðandi mannlíf á bryggjunum, þannig að Reykvíkingar endurheimti þetta nána samband við sjóinnm," segir Dagur B. Eggertsson formaður skipulagsráðs borgarinnar en hann er einnig í stjórn stýrihóps Mýrargötu-slippasvæði verkefnisins. Í vor voru haldnir kynningarfundir á svæðinu um hverfið og nú er verið að vinna að nákvæmari áætlun að því í deiluskipulagi borgarinnar. "Fyrst þarf að flytja slippinn, hreinsa svæðið upp og setja Mýrargötu í stokk. Við höfum áætlað að þetta taki tvö til þrjú ár, að fyrstu íbúarnir flytji inn 2008 eða 9. Þetta getur orðið gríðarlega skemmtilegt svæði," segir Dagur. Borgaryfirvöld sjá fyrir sér að hverfið verði framlenging á menningarsvæðinu í miðborginni, en á svæðinu verður einnig smábátaútgerð og önnur hafnarstarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×