Innlent

Gistinóttum fer fjölgandi

Gistinætur á hótelum á landinu í maí síðastliðnum voru fimm prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þær voru nú tæplega 87 þúsund sem er fjölgun um rúmlega fjögur þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi, þar sem þeim fækkaði um fimmtung, úr 9900 í fyrra niður í 7900 það sem af er þessar árs. Fjölgununina má bæði rekja til erlendra og íslenskra gesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×