Spilling af óþekktri stærðargráðu 16. mars 2005 00:01 Uppbyggingarstarfið í Írak gæti orðið mesta spillingarhneyksli sögunnar að mati samtakanna Transparency International. 24.000 milljarðar króna glatast á hverju ári um allan heim vegna spillingar og mútugreiðslna. Transparency International eru óháð samtök sem rannsaka og berjast gegn spillingu um allan heim. Ársskýrsla samtakanna kom út í gær og kennir þar ýmissa grasa. Spilling og mútugreiðslur eru landlæg í flestum löndum heims og áætla samtökin að 24.000 milljarðar króna renni í slíka hít á hverju ári. Verst er ástandið í iðnaðar- og byggingargeiranum, mun verra en í vopna- og olíugeiranum. Af þessu leiðir að spilling er meira vandamál í fátækum löndum en ríkum þar sem svo stór hluti þjóðartekna fer í uppbyggingu á innviðum samfélagsins. Transparency International sér sérstaka ástæðu til að vara við ástandinu í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli fyrir tveimur árum. Er kveðið svo fast að orði að verði ekki gripið til aðgerða sé stærsta spillingarhneyksli sögunnar í uppsiglingu. Afleiðingarnar þess eru mun hægari og kostnaðarsamari uppbygging landsins. Spilling var hluti af írösku þjóðlífi á tímum Saddams en ástandið hefur lítið batnað eftir hernmámið að mati Transparency International. Bandarísk stjórnvöld eru sérstaklega gagnrýnd fyrir að veita fáum útvöldum fyrirtækjum leynilega verktakasamninga án útboðs, eins og til dæmis Halliburton. "Í uppbyggingarstarfinu hafa bandarísk stjórnvöld verið slæm fyrirmynd um hvernig á að uppræta spillingu," segir í skýrslunni. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum frá írösku ríkisstjórninni, hernámsliðinu og erlendum lánardrottnum. Að mati forsvarsmanna þeirra ættu erlendir verktakar að vera bundnir af lögum sem banna spillingu. Ennfremur þyrfti meðferð olíutekna Íraka að vera mun gagnsærri. "Róttækar aðgerðir gegn spillingu ættu í raun að hafa hafist áður en uppbyggingarstarfið byrjar fyrir alvöru," segir í skýrslu Transparency International. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Uppbyggingarstarfið í Írak gæti orðið mesta spillingarhneyksli sögunnar að mati samtakanna Transparency International. 24.000 milljarðar króna glatast á hverju ári um allan heim vegna spillingar og mútugreiðslna. Transparency International eru óháð samtök sem rannsaka og berjast gegn spillingu um allan heim. Ársskýrsla samtakanna kom út í gær og kennir þar ýmissa grasa. Spilling og mútugreiðslur eru landlæg í flestum löndum heims og áætla samtökin að 24.000 milljarðar króna renni í slíka hít á hverju ári. Verst er ástandið í iðnaðar- og byggingargeiranum, mun verra en í vopna- og olíugeiranum. Af þessu leiðir að spilling er meira vandamál í fátækum löndum en ríkum þar sem svo stór hluti þjóðartekna fer í uppbyggingu á innviðum samfélagsins. Transparency International sér sérstaka ástæðu til að vara við ástandinu í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli fyrir tveimur árum. Er kveðið svo fast að orði að verði ekki gripið til aðgerða sé stærsta spillingarhneyksli sögunnar í uppsiglingu. Afleiðingarnar þess eru mun hægari og kostnaðarsamari uppbygging landsins. Spilling var hluti af írösku þjóðlífi á tímum Saddams en ástandið hefur lítið batnað eftir hernmámið að mati Transparency International. Bandarísk stjórnvöld eru sérstaklega gagnrýnd fyrir að veita fáum útvöldum fyrirtækjum leynilega verktakasamninga án útboðs, eins og til dæmis Halliburton. "Í uppbyggingarstarfinu hafa bandarísk stjórnvöld verið slæm fyrirmynd um hvernig á að uppræta spillingu," segir í skýrslunni. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum frá írösku ríkisstjórninni, hernámsliðinu og erlendum lánardrottnum. Að mati forsvarsmanna þeirra ættu erlendir verktakar að vera bundnir af lögum sem banna spillingu. Ennfremur þyrfti meðferð olíutekna Íraka að vera mun gagnsærri. "Róttækar aðgerðir gegn spillingu ættu í raun að hafa hafist áður en uppbyggingarstarfið byrjar fyrir alvöru," segir í skýrslu Transparency International.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira