Innlent

Minnihátar meiðsl

Ökumaður vöruflutningabíls slasaðist lítillega þegar bíll hans valt þar sem verið var að sturta vikri í Þorlákshöfn. Að sögn lögreglu á Selfossi var óskað aðstoðar skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í fyrradag, en maðurinn var fyrst fluttur á heilsugæsluna í Þorlákshöfn og svo á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn reyndist þó minna slasaður en talið var í fyrstu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×