Ríta orðin fimmta stigs bylur 22. september 2005 00:01 Meira en milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín meðfram ströndum Texas vegna fellibylsins Rítu. Ríta er orðin að fimmta stigs fellibyl og þar með öflugri en Katrín sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Ríta hefur sótt í sig veðrið yfir Mexíkóflóa undanfarinn sólarhring og er nú orðin þriðji öflugasti fellibylur sögunnar og mun öflugri en fellibylurinn Katrín sem lagði New Orleans í rúst. Vindhraði Rítu er meira en 280 kílómetrar á klukkustund og er hún núna yfir miðjum Mexíkóflóa. Búist er við að fellibylurinn skelli á Texas-ströndum snemma á laugaradagsmorgun að staðartíma eða um hádegi að íslenskum tíma, en óttast er að Ríta kunni að valda gríðarlegri eyðileggingu í borginni Galveston í Texas þangað sem miðja hennar stefnir nú. Tugþúsundir lögreglu- og hermanna eru í viðbragðsstöðu vegna ástandsins og hafa þúsundir íbúa í Galveston og Houston þegar flúið heimili sín, en þegar er búið að keyra mörg hundruð bílfarma af vatni og matvælum að Mexíkóflóa. Borgarstjóri Houston-borgar segir að læra verði af mistökunum frá því í síðasta mánuði þegar Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna og olli gríðarlegri eyðileggingu. Mikið umferðaröngþveiti er í Houston og við helstu hraðbrautir við borgina. Íbúar í New Orleans, sem enn eru í losti eftir fellibylinn Katrínu og voru að undirbúa heimkomu sína, þurfa nú enn og aftur að flýja. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að menn yrðu að vera búnir undir það versta en að allt yrði gert til að tryggja öryggi borgaranna. Hann hvatti alla þá sem hefðu fengið skipun um að yfirgefa heimili sín að virða þær skipanir þar sem hættuástandið væri gríðarlegt. Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Meira en milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín meðfram ströndum Texas vegna fellibylsins Rítu. Ríta er orðin að fimmta stigs fellibyl og þar með öflugri en Katrín sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Ríta hefur sótt í sig veðrið yfir Mexíkóflóa undanfarinn sólarhring og er nú orðin þriðji öflugasti fellibylur sögunnar og mun öflugri en fellibylurinn Katrín sem lagði New Orleans í rúst. Vindhraði Rítu er meira en 280 kílómetrar á klukkustund og er hún núna yfir miðjum Mexíkóflóa. Búist er við að fellibylurinn skelli á Texas-ströndum snemma á laugaradagsmorgun að staðartíma eða um hádegi að íslenskum tíma, en óttast er að Ríta kunni að valda gríðarlegri eyðileggingu í borginni Galveston í Texas þangað sem miðja hennar stefnir nú. Tugþúsundir lögreglu- og hermanna eru í viðbragðsstöðu vegna ástandsins og hafa þúsundir íbúa í Galveston og Houston þegar flúið heimili sín, en þegar er búið að keyra mörg hundruð bílfarma af vatni og matvælum að Mexíkóflóa. Borgarstjóri Houston-borgar segir að læra verði af mistökunum frá því í síðasta mánuði þegar Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna og olli gríðarlegri eyðileggingu. Mikið umferðaröngþveiti er í Houston og við helstu hraðbrautir við borgina. Íbúar í New Orleans, sem enn eru í losti eftir fellibylinn Katrínu og voru að undirbúa heimkomu sína, þurfa nú enn og aftur að flýja. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að menn yrðu að vera búnir undir það versta en að allt yrði gert til að tryggja öryggi borgaranna. Hann hvatti alla þá sem hefðu fengið skipun um að yfirgefa heimili sín að virða þær skipanir þar sem hættuástandið væri gríðarlegt.
Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira