Innlent

Góð umferðarhelgi

Umferðin var nokkuð þétt upp við Rauðavatn á sjöunda tímanum en svo virðist sem að úr henni sé að greiðast. Sigurður Helgason, frá Umferðarstofu sagði að umferðin um helgina hafi gengið mjög vel. Ekki hafi borist fregnir af neinum alvarlegum slysum og hann vonaði að helginni lyki án þess að það kæmi til alvarlegra slysa. Það sem setur slæman svip á helgina er sú staðreynd að allmargir ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur og skelfilega margir teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Hann þakkaði vegfarendum fyrir það hversu vel umferðin hefur gengið en einnig benti hann á að margvísleg umfjöllun og umræða um umferðaröryggismál á undanförnum vikum hafi skilað sér og haft sitt að segja. Og einnig benti hann á mikilvægi lögreglunnar. Hann sagði einnig að umferðin færi minnkandi hvað á hverju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×