Innlent

Nóttin gekk vel á Akureyri

Nóttin gekk vel á Akureyri að sögn lögreglu þar, þótt hún hafi haft í nægu að snúast. Fjögur fíkniefnamál í smærri kantinum komu upp og nokkrir pústrar. Þá voru nokkrir teknir fyrir hraðakstur í nótt og voru þrír teknir ölvaðir undir stýri í gær. Fjölmenni var á knattspyrnuvellinum þar sem flugeldasýning var haldin í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×