Innlent

Alvarlega bilun í tölvukerfi LSH

Alvarleg bilun kom upp í tölvukerfi Landsspítalans í dag og lágu öll boðskipti spítalans niðri í fjóra til fimm klukkutíma. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri segir bilunina hafa haft víðtæk áhrif á starfsemi sjúkrahússins en símakerfi og innra og ytra net lágu niðri. Hann segir bilunina hafa verið í netþjóni sem sendi frá sér boð eins og tölvuhakkarar væru á ferð. Netþjónninn var tekinn úr sambandi en skamman tíma tók að koma kerfinu aftur af stað þegar meinið var fundið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×