Innlent

KEA félagar fá sexþúsund króna inneign

Akureyri
Akureyri MYND/Vísir
Átta þúsund félagar KEA fá senda inneignarmiða upp á sexþúsund krónur senda heim á næstunni. Í ljósi góðs gengis félagsins á árinu 2004 ákvað stjórn félagsins síðastliðið vor að fjármunirnir yrðu notaðir til að leita viðskiptakjara fyrir félagsmenn. Í kringum fimmtíu milljónir eru settar í verkefnið og fá allir félagsmenn sendar þrjá inneignarmiða upp á 2.000 kr. hvern. Félagsmenn geta notað þá til að taka út vörur á fyrirtækjum og verslunum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×