Bjargaði stúlku úr brennandi bíl 9. maí 2005 00:01 Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. Samkvæmt fréttum ABC fréttastofunnar létust sex og tuttugu og tveir særðust í sprengingunni. Tveir af þeim sem létust voru samstarfsmenn Jóns og voru í sama bíl og hann þegar sprengingin varð. Barnaskóli er skammt frá sprengjustaðnum en ekki fengust upplýsingar um það hvort önnur börn en það sem Jón bjargaði séu á meðal hinna slösuðu. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns, talaði við hann í gærmorgun og segir son sinn vera við ágætis heilsu en hann brann á hendi og fékk sár í andliti. Þetta er ekki fyrsta sprengjutilræðið sem hann verður vitni að en þó það alvarlegasta. Ættingjar Jóns segja að til hafi staðið að hann fengi á næstu dögum að fara í nokkra vikna frí til Filipseyja þar sem hann býr ásamt þarlendri eiginkonu sinni. Í gær var það þó ekki alveg víst þar sem öryggisþjónustufyrirtækið sem hann starfar fyrir býr við mikla manneklu eftir þetta sprengjutilræði. Jón er þó ekkert á því að láta af störfum sínum í Írak og hefur fullan hug á að snúa þangað aftur að fríi loknu. Jón starfar hjá bandaríska fyritækinu CTU Consulting en það sérhæfir sig í öryggisgæslu og er með fjölmörg verkefni í Írak af því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Að sögn Þóris Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Rauða Krossins á Íslandi eru fáir starfsmenn Rauða Krossins í Írak og hafa engir fulltrúar verið sendir frá Íslandi síðan síðla árs 2003. Því veldur að hjálpar- og öryggisfulltúar eru sjálfir farnir að vera skotmark á þessum átakasvæðum en það er afar óvenjulegt annarsstaðar. Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn. Samkvæmt fréttum ABC fréttastofunnar létust sex og tuttugu og tveir særðust í sprengingunni. Tveir af þeim sem létust voru samstarfsmenn Jóns og voru í sama bíl og hann þegar sprengingin varð. Barnaskóli er skammt frá sprengjustaðnum en ekki fengust upplýsingar um það hvort önnur börn en það sem Jón bjargaði séu á meðal hinna slösuðu. Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns, talaði við hann í gærmorgun og segir son sinn vera við ágætis heilsu en hann brann á hendi og fékk sár í andliti. Þetta er ekki fyrsta sprengjutilræðið sem hann verður vitni að en þó það alvarlegasta. Ættingjar Jóns segja að til hafi staðið að hann fengi á næstu dögum að fara í nokkra vikna frí til Filipseyja þar sem hann býr ásamt þarlendri eiginkonu sinni. Í gær var það þó ekki alveg víst þar sem öryggisþjónustufyrirtækið sem hann starfar fyrir býr við mikla manneklu eftir þetta sprengjutilræði. Jón er þó ekkert á því að láta af störfum sínum í Írak og hefur fullan hug á að snúa þangað aftur að fríi loknu. Jón starfar hjá bandaríska fyritækinu CTU Consulting en það sérhæfir sig í öryggisgæslu og er með fjölmörg verkefni í Írak af því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Að sögn Þóris Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Rauða Krossins á Íslandi eru fáir starfsmenn Rauða Krossins í Írak og hafa engir fulltrúar verið sendir frá Íslandi síðan síðla árs 2003. Því veldur að hjálpar- og öryggisfulltúar eru sjálfir farnir að vera skotmark á þessum átakasvæðum en það er afar óvenjulegt annarsstaðar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira