Stöndum við rétt að málum 15. apríl 2005 00:01 Verkalýðsmál - Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Undanfarin misseri hefur mikið verið fjallað um erlent verkafólk sem er hingað komið á vegum einhverra milligöngumanna sem starfa sem miðlarar. Þeir bjóða fram vinnu þessa bláfátæka fólks gegn endurgjaldi í grennd við allra lægstu lágmarksdagvinnulaun, vinnutími er ótakmarkaður og aðbúnaður skiptir nánast engu. Þetta sáum við svo greinilega í upphafi við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en hefur með miklu starfi tekist að leiðrétta. Í sinni einföldustu mynd eru miðlararnir að hafa af hinum bláfátæku verkamönnum réttindi eins og yfirvinnuálag, uppsagnarfrest, veikinda- og orlofsrétt og tryggingar. Miðlarinn sér um að útvega vinnu hjá þriðja aðila. Yfirvöld og starfsmenn stéttarfélaga leita þessa erlendu verkamenn uppi og þeim er vísað úr landi. Í fréttaskýringaþáttum kemur fram að hinir erlendu verkamenn hlaupa í felur þegar innlendir erindrekar koma á vinnustaðina. Verkafólkið er hrætt, svo sem ekki nema eðlilegt, þar birtast lögreglumenn og svo koma menn í rykfrökkum frá Útlendingastofnun og umkringja húsið og leiða hina bláfátæku erlendu verkamenn inn í lögreglubíla. Ég spyr, er það réttur framgangsmáti? Eigum við ekki frekar að halda okkur við þá leið sem við fórum í Kárahnjúkum og við Búrfellslínuna, takast á við fyrirtækin og miðlarana og vinna traust verkafólksins? Ég hef setið allnokkrar ráðstefnur víðsvegar um Evrópu þar sem fjallað hefur verið um þessi mál, þar á meðal eina í Eistlandi þar sem fram kom hjá heimamönnum að miðlararnir, sem fá verkafólkið til ferða, innprenti því fyrst og síðast að verkalýðsfélög séu af hinu vonda. Þau séu einvörðungu að hafa afskipti af þessum málum til þess að ná til sín hluta af launum þess, en sé að öðru leyti nákvæmlega sama um hvaða laun verkamenn hafi. Þeir telja verkamönnum trú um að hagur þeirra sé fyrst og síðast fólginn í að forðast yfirvöld og verkalýðsfélög. Mér er tjáð að þessi málatilbúnaður eigi greiðan aðgang að verkafólki í Austur-Evrópu sem alist hefur upp við gerspillta yfirstétt sem einhliða ákvarðaði laun og kjör og kommissara stéttarfélaga sem dönsuðu eftir þeirra flautum. Hér þurfum við ekki að leita nema um 100 ár aftur til þess að finna vistarböndin og bændasamfélagið. Í fréttaskýringaþáttunum er ekki fjallað um hver hagnist mest á vinnu þessa fólks, sem er á launum í grennd við lágmarkstaxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjarasamningum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af umsömdum launum á íslenskum vinnumarkaði. Veikinda- og orlofsréttur, lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, tryggingar, launaskattur o.fl. Margir Íslendingar hafa valið þann kost að fá þennan hluta launa sinna greiddan beint og sjá svo um sín mál sjálfir. Auk framantalins eiga fyrirtækin að greiða virðisauka og standa skil á öðrum sköttum til samfélagsins. Það er þarna sem hagnaðurinn liggur, og skapar miðlurunum möguleika til þess að framleigja verkamenn til fyrirtækja á lágmarkslaunum með góðum hagnaði. Í Finnlandi hafa samtök launamanna og fyrirtækja, ásamt hinu opinbera, tekið höndum saman og reka umfangsmikla kynningarstafsemi meðal erlends launafólks. Þessi starfsemi fer fram bæði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Áhersla er lögð á að kynna erlenda verkafólkinu í hverju umsamin kjör eru fólgin, hvaða kröfur það eigi að gera til fyrirtækjanna. Einnig er lögð á það mikil áhersla hvert verkafólk eigi að leita vilji það fá rétt laun og njóta fullra réttinda. Eins og við vitum hefur afstaða Samtaka atvinnulífsins og hins opinbera hér landi verið mörkuð tvískinnungi í þessum málaflokki. Einkennilegt því neðanjarðarhagskerfið vex hröðum skrefum og íslensk fyrirtæki sem vilja standa eðlilega að sínum rekstri eiga í vaxandi vandræðum. Við eigum að sameinast í því að ná til erlenda verkafólksins og vinna traust þess með því að bjóða það velkomið. Þetta fólk er þegar verðmætur þáttur í uppbyggingu samfélags okkar og við þurfum á því að halda. Hlutverk starfsmanna stéttarfélaganna og yfirvalda er að koma þessum skilaboðum á framfæri. Að erlendir verkamenn geti gengið hér um stræti eins og frjálsir menn með mannlegri reisn og eigi fullan rétt á að njóta þess samfélags sem við höfum byggt upp frá því við brutum vistarböndin af okkur. Við eigum að fara finnsku leiðina og kynna fyrir því hvaða kröfur það eigi að gera og hvernig það fari að því að ná fram réttindum sínum. Verkalýðsfélögin hafa það hlutverk að hjálpa verkafólki sama frá hvaða landi það kom, til þess að ná rétti sínum gagnvart þeim skúrkum sem eru að stela drjúgum hluta af kjörum þeirra og stinga í eigin vasa. Það eru miðlararnir og fyrirtækin sem stela mestu með því að nýta sér bágindi þessara bláfátæku verkamanna, sem nauðugir viljugir fara frá heimili og fjölskyldu til þess að leita uppi vinnu. Við eigum að taka forsvarsmenn þessara fyrirtækja fasta og rukka þá og sekta. Þá náum við árangri, það hafa Finnarnir lært fyrir löngu. Við snerum okkur að Impregilo og höfðum fram sigur. Við létum verkafólkið í friði og komum því jafnframt í skilning um að við værum að vinna fyrir það. Það var þá sem Impregilo skildi að það væri búið að tapa. Við þekkjum hinn víðáttumikla skjalaskóg sem hefur myndað margþætta stofna í kjölfar fjölda frávika frá hinu daglega lífi. Við vitum í hverju heildarkjör verkafólks eru fólgin, það er ekki bara að fá greidd strípuð lágmarksdaglaun fyrir 14 tíma vinnu 6 daga vikunnar. Fyrirvaralaus uppsögn fólgin í fjarlægð vegna veikinda og athugasemda um aðbúnað eða beiðni um mat og betri skó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Verkalýðsmál - Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Undanfarin misseri hefur mikið verið fjallað um erlent verkafólk sem er hingað komið á vegum einhverra milligöngumanna sem starfa sem miðlarar. Þeir bjóða fram vinnu þessa bláfátæka fólks gegn endurgjaldi í grennd við allra lægstu lágmarksdagvinnulaun, vinnutími er ótakmarkaður og aðbúnaður skiptir nánast engu. Þetta sáum við svo greinilega í upphafi við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en hefur með miklu starfi tekist að leiðrétta. Í sinni einföldustu mynd eru miðlararnir að hafa af hinum bláfátæku verkamönnum réttindi eins og yfirvinnuálag, uppsagnarfrest, veikinda- og orlofsrétt og tryggingar. Miðlarinn sér um að útvega vinnu hjá þriðja aðila. Yfirvöld og starfsmenn stéttarfélaga leita þessa erlendu verkamenn uppi og þeim er vísað úr landi. Í fréttaskýringaþáttum kemur fram að hinir erlendu verkamenn hlaupa í felur þegar innlendir erindrekar koma á vinnustaðina. Verkafólkið er hrætt, svo sem ekki nema eðlilegt, þar birtast lögreglumenn og svo koma menn í rykfrökkum frá Útlendingastofnun og umkringja húsið og leiða hina bláfátæku erlendu verkamenn inn í lögreglubíla. Ég spyr, er það réttur framgangsmáti? Eigum við ekki frekar að halda okkur við þá leið sem við fórum í Kárahnjúkum og við Búrfellslínuna, takast á við fyrirtækin og miðlarana og vinna traust verkafólksins? Ég hef setið allnokkrar ráðstefnur víðsvegar um Evrópu þar sem fjallað hefur verið um þessi mál, þar á meðal eina í Eistlandi þar sem fram kom hjá heimamönnum að miðlararnir, sem fá verkafólkið til ferða, innprenti því fyrst og síðast að verkalýðsfélög séu af hinu vonda. Þau séu einvörðungu að hafa afskipti af þessum málum til þess að ná til sín hluta af launum þess, en sé að öðru leyti nákvæmlega sama um hvaða laun verkamenn hafi. Þeir telja verkamönnum trú um að hagur þeirra sé fyrst og síðast fólginn í að forðast yfirvöld og verkalýðsfélög. Mér er tjáð að þessi málatilbúnaður eigi greiðan aðgang að verkafólki í Austur-Evrópu sem alist hefur upp við gerspillta yfirstétt sem einhliða ákvarðaði laun og kjör og kommissara stéttarfélaga sem dönsuðu eftir þeirra flautum. Hér þurfum við ekki að leita nema um 100 ár aftur til þess að finna vistarböndin og bændasamfélagið. Í fréttaskýringaþáttunum er ekki fjallað um hver hagnist mest á vinnu þessa fólks, sem er á launum í grennd við lágmarkstaxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjarasamningum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af umsömdum launum á íslenskum vinnumarkaði. Veikinda- og orlofsréttur, lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, tryggingar, launaskattur o.fl. Margir Íslendingar hafa valið þann kost að fá þennan hluta launa sinna greiddan beint og sjá svo um sín mál sjálfir. Auk framantalins eiga fyrirtækin að greiða virðisauka og standa skil á öðrum sköttum til samfélagsins. Það er þarna sem hagnaðurinn liggur, og skapar miðlurunum möguleika til þess að framleigja verkamenn til fyrirtækja á lágmarkslaunum með góðum hagnaði. Í Finnlandi hafa samtök launamanna og fyrirtækja, ásamt hinu opinbera, tekið höndum saman og reka umfangsmikla kynningarstafsemi meðal erlends launafólks. Þessi starfsemi fer fram bæði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Áhersla er lögð á að kynna erlenda verkafólkinu í hverju umsamin kjör eru fólgin, hvaða kröfur það eigi að gera til fyrirtækjanna. Einnig er lögð á það mikil áhersla hvert verkafólk eigi að leita vilji það fá rétt laun og njóta fullra réttinda. Eins og við vitum hefur afstaða Samtaka atvinnulífsins og hins opinbera hér landi verið mörkuð tvískinnungi í þessum málaflokki. Einkennilegt því neðanjarðarhagskerfið vex hröðum skrefum og íslensk fyrirtæki sem vilja standa eðlilega að sínum rekstri eiga í vaxandi vandræðum. Við eigum að sameinast í því að ná til erlenda verkafólksins og vinna traust þess með því að bjóða það velkomið. Þetta fólk er þegar verðmætur þáttur í uppbyggingu samfélags okkar og við þurfum á því að halda. Hlutverk starfsmanna stéttarfélaganna og yfirvalda er að koma þessum skilaboðum á framfæri. Að erlendir verkamenn geti gengið hér um stræti eins og frjálsir menn með mannlegri reisn og eigi fullan rétt á að njóta þess samfélags sem við höfum byggt upp frá því við brutum vistarböndin af okkur. Við eigum að fara finnsku leiðina og kynna fyrir því hvaða kröfur það eigi að gera og hvernig það fari að því að ná fram réttindum sínum. Verkalýðsfélögin hafa það hlutverk að hjálpa verkafólki sama frá hvaða landi það kom, til þess að ná rétti sínum gagnvart þeim skúrkum sem eru að stela drjúgum hluta af kjörum þeirra og stinga í eigin vasa. Það eru miðlararnir og fyrirtækin sem stela mestu með því að nýta sér bágindi þessara bláfátæku verkamanna, sem nauðugir viljugir fara frá heimili og fjölskyldu til þess að leita uppi vinnu. Við eigum að taka forsvarsmenn þessara fyrirtækja fasta og rukka þá og sekta. Þá náum við árangri, það hafa Finnarnir lært fyrir löngu. Við snerum okkur að Impregilo og höfðum fram sigur. Við létum verkafólkið í friði og komum því jafnframt í skilning um að við værum að vinna fyrir það. Það var þá sem Impregilo skildi að það væri búið að tapa. Við þekkjum hinn víðáttumikla skjalaskóg sem hefur myndað margþætta stofna í kjölfar fjölda frávika frá hinu daglega lífi. Við vitum í hverju heildarkjör verkafólks eru fólgin, það er ekki bara að fá greidd strípuð lágmarksdaglaun fyrir 14 tíma vinnu 6 daga vikunnar. Fyrirvaralaus uppsögn fólgin í fjarlægð vegna veikinda og athugasemda um aðbúnað eða beiðni um mat og betri skó.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar