Innlent

Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús

Móðirin sem rætt er við í Fréttablaðinu í dag hefur leitað stuðnings í Foreldrahúsinu og segir hann skipta sköpum í þeim erfiðleikum sem hún hefur átt í undanfarna daga. Elísa sagði að fólk kæmi með börnin sín til að leita aðstoðar. Í sumum tilvikum þyrftu börnin að fara annað í meðferð, en eftir hana væri boðið upp á stuðningsmeðferð sem fram færi í húsinu. Þá mætti nefna námskeið fyrir börn sem lent hefðu í einelti eða öðrum vanda. "Svo erum við með mjög mikið foreldrastarf," sagði Elísa. "Við erum með viðtalstíma, námskeið og fundi fyrir þá. Við erum með þrjá sálfræðinga hérna sem foreldrar í vanda geta leitað til. Sú þjónusta er mikið notuð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×