Innlent

Erla bæjarstjóri í Stykkishólmi

Óli Jón Gunnarsson hættir sem bæjarstjóri í Stykkishólmi 1. ágúst. Stefnt er að því að Erla Friðriksdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, taki við starfinu. Erla er alin upp í Stykkishólmi frá átta ára aldri. Hún er viðskiptafræðingur og hefur starfað sem markaðsstjóri Smáralindar frá opnun hennar. Í uppsagnarbréfi sínu til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar kemur fram að Óli Jón hafi alltaf hugsað sér að láta af starfi bæjarstjóra í lok yfirstandandi kjörtímabils og svo hafi honum boðist nú áhugavert starf á nýjum starfsvettvangi. Það sé skoðun sín að eðlilegt sé að fá nýjan bæjarstjóra til að vinna áfram að framfaramálum Stykkishólms og Snæfellsbæjar þar sem andstaða sé meðal sumra sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaga. Óli Jón segir að það verði gefið upp í næstu viku hvað starf hann hafi fengið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×