Innlent

Kynna íslenska eldhúsið ytra

Er íslenska eldhúsið næsta útflutningsafurð Íslendinga? Íslenskir matreiðslumenn vinna nú að verkefni sem ber þetta nafn og gengur út á að hefja íslenskt eldhús til vegs og virðingar. Markmiðið er að nota gott hráefni og eftir atvikum hráefni úr villtri náttúru og viðhafa vandaða matreiðslu en rík áhersla er lögð á hreinleika afurða. Í samvinnu við Mjólkurbú Flóamanna er unnið að þróun ediks úr mysu og hafa nokkrar bragðtegundur eftir því sem fram kemur í vefriti viðskiptastofu utanríkisráðuneytisins verið prófaðar með góðum árangri. Þá er verið að kanna hvort hægt sé að nýta hvannarrót sem vex villt um allt land en hún þykir góð til matreiðslu og holl. Enn fremur er íslenska skyrið mjög eftirsótt hráefni og hafa íslenskir matreiðslumenn kynnt það vel annars staðar á Norðurlöndum. Íslenska eldhúsið er af svipuðum toga og verkefni sem unnið er að annars staðar á Norðurlöndunum og miðar að því að kynna það góða hráefni sem finnst þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×