Gyðingum var vísað frá Íslandi 11. apríl 2005 00:01 Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dönsk stjórnvöld íhuga alvarlega að biðjast opinberlega afsökunar á framferði danskra stjórnvalda í garð Gyðinga á stríðsárunum, en skýrsla sýnir að 19 Gyðingum var vísað úr landi í Danmörku til Þýskalands þar sem flest fólkið var myrt í fangabúðum nasista. Sömu örlög biðu flestra þeirra sem Íslendingar ráku úr landi. "Umræða um slíkt hefur ekki farið fram hér á landi en almennt séð er ég þeirrar skoðunar að menn verði að fara afar varlega í að biðjast afsökunar á atburðum sem gerðust fyrir löngu og ákvörðunum sem teknar voru í þeim tíðaranda sem ríkti hverju sinni. Þegar slíkt gerist verða að vera fyrir því mjög ríkar ástæður en ég ítreka að í þessu tiltekna máli hefur ekki farið fram nein umræða um slíkt", segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þór Whitehead sagnfræðingur sem skrifað hefur margar bækur um íslenskt þjóðfélag á árum kringum stríð segir íslensk stjórnvöld á þessum tíma hafi fylgt þeirri stefnu leynt og ljóst að hleypa ekki Gyðingum til landsins. Opinberlega hafi þau borið við atvinnuleysi en í raun og veru var um að ræða meðvitaða kynþáttastefnu stjórnvalda. Í bókum sínum tiltekur hann nokkur dæmi þess að íslensk stjórnvöld hafi vísað Gyðingum úr landi skömmu fyrir stríð. Í einu tilviki greinir hann frá því er fjölskylda að nafni Rottberger var rekin úr landi 1938 og átti að senda hana til Þýskalands. Það varð henni hins vegar sennilega til lífs að skipið kom við í Danmörku þar sem fjölskyldunni tókst að fá hæli og lifði hún hildarleikinn af. Í öðru tilviki er talið að breska hernámið hafi bjargar lífi móður og sonar sem íslensk yfirvöld ætluðu að vísa úr landi til Þýskalands í byrjun árs 1940. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dönsk stjórnvöld íhuga alvarlega að biðjast opinberlega afsökunar á framferði danskra stjórnvalda í garð Gyðinga á stríðsárunum, en skýrsla sýnir að 19 Gyðingum var vísað úr landi í Danmörku til Þýskalands þar sem flest fólkið var myrt í fangabúðum nasista. Sömu örlög biðu flestra þeirra sem Íslendingar ráku úr landi. "Umræða um slíkt hefur ekki farið fram hér á landi en almennt séð er ég þeirrar skoðunar að menn verði að fara afar varlega í að biðjast afsökunar á atburðum sem gerðust fyrir löngu og ákvörðunum sem teknar voru í þeim tíðaranda sem ríkti hverju sinni. Þegar slíkt gerist verða að vera fyrir því mjög ríkar ástæður en ég ítreka að í þessu tiltekna máli hefur ekki farið fram nein umræða um slíkt", segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þór Whitehead sagnfræðingur sem skrifað hefur margar bækur um íslenskt þjóðfélag á árum kringum stríð segir íslensk stjórnvöld á þessum tíma hafi fylgt þeirri stefnu leynt og ljóst að hleypa ekki Gyðingum til landsins. Opinberlega hafi þau borið við atvinnuleysi en í raun og veru var um að ræða meðvitaða kynþáttastefnu stjórnvalda. Í bókum sínum tiltekur hann nokkur dæmi þess að íslensk stjórnvöld hafi vísað Gyðingum úr landi skömmu fyrir stríð. Í einu tilviki greinir hann frá því er fjölskylda að nafni Rottberger var rekin úr landi 1938 og átti að senda hana til Þýskalands. Það varð henni hins vegar sennilega til lífs að skipið kom við í Danmörku þar sem fjölskyldunni tókst að fá hæli og lifði hún hildarleikinn af. Í öðru tilviki er talið að breska hernámið hafi bjargar lífi móður og sonar sem íslensk yfirvöld ætluðu að vísa úr landi til Þýskalands í byrjun árs 1940.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira