Erlent

Mótmæla Bush hvar sem hann fer

Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer. Bush hélt áfram sigurgöngu sinni um Evrópu og sættist í dag við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, eða öllu heldur þeir urðu ásáttir um það að vera ósammála um sumt en vinna þeim betur saman að því sem þeir þó væru sammála um. Þeir eru til að mynda sammála um að það beri að koma í veg fyrir að Íran þrói kjarnorkuvopn en það eigi að gera með samningum en ekki innrás, að minnsta kosti ekki í bili. George W. Bush benti á að samingaviðræður væru rétt að hefjast. Íran væri ekki Írak. Þó Bush vinni stóra diplómatíska sigra hjá evrópskum stjórnvöldum hefur honum enn ekki tekist að vinna hug og hjörtu Evrópubúa sem fjölmenna hvert sem hann fer til að mótmæla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×