Innlent

Iðnskólinn fær rausnarleg gjöf

Iðnskóli Reykjavíkur fékk að gjöf raflagnaefni til forritanlegra raflagna að andvirði 400 þúsund króna í tilefni hundrað ára afmæli skólans. Það var GIRA GmbH í Þýskalandi og S. Guðjónsson ehf., umboðsaðili GIRA á Íslandi sem gáfu skólanum gjöfina. Baldur Gíslason skólameistari tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. Hann þakkaði fyrirtækjunum fyrir að hugsa hlýtt til skólans og vilja gefa skólanum rausnarlegar gjafir sem koma sér afar vel við kennslu á rafmagnssviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×