Framhaldsskóla í Mosfellsbæ 13. apríl 2005 00:01 Menntamál - Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs Mosfellsbær er tiltölulega ungt en vaxandi bæjarfélag með hátt í 6.700 íbúa og hlutfall ungs fólks í þeim hópi er hátt. Nú eru þar um 100 manns í hverjum árgangi á framhaldsskólaaldri og margir stærri árgangar á grunnskólaaldri. Engum blöðum er um það að fletta að Mosfellsbær er langstærsta sveitarfélag landsins sem ekki hefur eigin framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldinn nái 8.000 á næstu fimm árum og verði um 10.000 árið 2012. Án efa er það nálægðin við Reykjavík sem mestu veldur um það að Mosfellsbær hefur setið eftir í uppbyggingu framhaldsskólakerfisins á undanförnum áratugum. Mosfellsbær fer með um 12% af áætluðum kostnaði við Borgarholtsskóla sem er sá framhaldsskóli í Reykjavík sem er næst sveitarfélaginu. Almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholts eru hins vegar ekki nógu góðar til að gera Borgarholtsskóla að ákjósanlegum kosti fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ, umfram aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það gefur auga leið að sú staðreynd ýtir undir einkabílanotkun þeirra sem þaðan þurfa að sækja framhaldsskóla til nágrannasveitarfélaganna og eykur umferð um Vesturlandsveg á álagstímum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur nú um nokkurt skeið haft hug á að taka upp viðræður við ríkisvaldið um stofnun framhaldsskóla í bænum. Frá þessu greindu fulltrúar hennar á fundi með fjárlaganefnd haustið 2002 og aftur 2003 og 2004. En ekkert hefur gerst í málinu. Gert er ráð fyrir framhaldsskóla á aðalskipulagi bæjarins og slíkur skóli mundi styrkja innviði sveitarfélagsins verulega. Blómlegt félags- og tómstundastarf byggist jafnan upp í kringum starf einstakra framhaldsskóla, sem gefa hverju byggðarlagi tækifæri til að styrkja sérstöðu sína með samstarfi við skólana. Framhaldsskóli í Mosfellsbæ gæti því hæglega þjónað fleirum en heimamönnum ef þar byggðist upp sérhæft nám að einhverju leyti, t.d. á sviði heilsueflingar og ferðaþjónustu sem nú þegar standa sterkum fótum í bæjarfélaginu. Enn fremur gæti orðið hentugt fyrir íbúa í Grundarhverfi, á Kjalarnesi, á Álfsnesi, í Kjós og nýju hverfi við Úlfarsfell að sækja slíkan skóla vegna nálægðarinnar. Að mati okkar þingmanna Vinstri-Grænna er stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ eitt brýnasta verkefni fyrir íbúana á þessu svæði. Framhaldsskóli er einn af hornsteinum hverrar byggðar og skiptir gríðarlegu máli í uppbyggingu heildstæðs samfélags. Nú er svo sannarlega komið að Mosfellsbæ. Ríkið ber ábyrgð á stofnun og rekstri framhaldsskólans. Við, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, höfum lagt fram tillögu um að Alþingi feli menntamálaráðherra að hefjast handa um uppbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ með það að markmiði að sá skóli taki til starfa innan tveggja ára. Allt mælir með því að gengið verði í þetta mál og yfirvöld hafa tekið nokkuð vel í það. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Menntamál - Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs Mosfellsbær er tiltölulega ungt en vaxandi bæjarfélag með hátt í 6.700 íbúa og hlutfall ungs fólks í þeim hópi er hátt. Nú eru þar um 100 manns í hverjum árgangi á framhaldsskólaaldri og margir stærri árgangar á grunnskólaaldri. Engum blöðum er um það að fletta að Mosfellsbær er langstærsta sveitarfélag landsins sem ekki hefur eigin framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldinn nái 8.000 á næstu fimm árum og verði um 10.000 árið 2012. Án efa er það nálægðin við Reykjavík sem mestu veldur um það að Mosfellsbær hefur setið eftir í uppbyggingu framhaldsskólakerfisins á undanförnum áratugum. Mosfellsbær fer með um 12% af áætluðum kostnaði við Borgarholtsskóla sem er sá framhaldsskóli í Reykjavík sem er næst sveitarfélaginu. Almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholts eru hins vegar ekki nógu góðar til að gera Borgarholtsskóla að ákjósanlegum kosti fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ, umfram aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það gefur auga leið að sú staðreynd ýtir undir einkabílanotkun þeirra sem þaðan þurfa að sækja framhaldsskóla til nágrannasveitarfélaganna og eykur umferð um Vesturlandsveg á álagstímum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur nú um nokkurt skeið haft hug á að taka upp viðræður við ríkisvaldið um stofnun framhaldsskóla í bænum. Frá þessu greindu fulltrúar hennar á fundi með fjárlaganefnd haustið 2002 og aftur 2003 og 2004. En ekkert hefur gerst í málinu. Gert er ráð fyrir framhaldsskóla á aðalskipulagi bæjarins og slíkur skóli mundi styrkja innviði sveitarfélagsins verulega. Blómlegt félags- og tómstundastarf byggist jafnan upp í kringum starf einstakra framhaldsskóla, sem gefa hverju byggðarlagi tækifæri til að styrkja sérstöðu sína með samstarfi við skólana. Framhaldsskóli í Mosfellsbæ gæti því hæglega þjónað fleirum en heimamönnum ef þar byggðist upp sérhæft nám að einhverju leyti, t.d. á sviði heilsueflingar og ferðaþjónustu sem nú þegar standa sterkum fótum í bæjarfélaginu. Enn fremur gæti orðið hentugt fyrir íbúa í Grundarhverfi, á Kjalarnesi, á Álfsnesi, í Kjós og nýju hverfi við Úlfarsfell að sækja slíkan skóla vegna nálægðarinnar. Að mati okkar þingmanna Vinstri-Grænna er stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ eitt brýnasta verkefni fyrir íbúana á þessu svæði. Framhaldsskóli er einn af hornsteinum hverrar byggðar og skiptir gríðarlegu máli í uppbyggingu heildstæðs samfélags. Nú er svo sannarlega komið að Mosfellsbæ. Ríkið ber ábyrgð á stofnun og rekstri framhaldsskólans. Við, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, höfum lagt fram tillögu um að Alþingi feli menntamálaráðherra að hefjast handa um uppbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ með það að markmiði að sá skóli taki til starfa innan tveggja ára. Allt mælir með því að gengið verði í þetta mál og yfirvöld hafa tekið nokkuð vel í það. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun