Lífið

Jolie ósátt við sögusagnirnar

Angelina Jolie vill kveða niður sögusagnir þess eðlis að hún hafi eyðilagt hjónaband leikaranna Brads Pitts og Jennifer Aniston og segir sig einungis hafa veitt Pitt öxl til þess að gráta á. "Ég hef verið sett fram eins og vonda nornin í þessum málum. En það eina sem ég hef veitt Brad Pitt er öxl til þess að gráta á," sagði leikkonan. Hún gaf það svo til kynna að ástæðan fyrir skilnaði leikaraparsins væri hversu mikið Brad langaði að eignast börn. "Ég var til staðar fyrir hann til þess að hjálpa honum þegar honum leið illa. Hann þráir að verða faðir og hefur verið tilfinningahrak í langan tíma vegna þess að þann hluta vantar í líf hans."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.