Erlent

Páfi valinn á mettíma

Það var laust fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma sem hvíti reykurinn streymdi upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. Raunar voru menn ekki vissir í upphafi hvort mökkurinn væri svartur eða hvítur en þegar bjöllurnar á Péturstorginu glumdu virtist ljóst að samkomulag hefði tekist¨um hver yrði nýr páfi. Það kom mörgum viðstöddum í opna skjöldu hversu greiðlega páfakjörið gekk enda er þetta eitt hraðasta páfakjör á seinni tímum. Aðeins hafa þeir Píus XII og Jóhannes Páll I verið valdir með skjótari hætti síðustu hundrað árin, sá fyrrnefndi 1939 en sá síðarnefndi 1978.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×