Telur Skerjafjarðarveg óraunhæfan 8. júní 2005 00:01 Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira